750 flóttamenn á leið til Íslands? Árni Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun