750 flóttamenn á leið til Íslands? Árni Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hjálparstarf Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi ríkir velmegun og frelsi til athafna og tjáningar sem eru ekki sjálfsögð réttindi í hinum stóra umheimi. Hér eru frjálsar kosningar reglulega sem gera almenningi kleift að hafa áhrif á nærumhverfi sitt. Fyrir þessum réttindum og fríðindum höfum við Íslendingar mikið haft og þurft um aldir að berjast fyrir. Okkur hefur tekist að beisla auðlindir landsins og nýta hafið á þann hátt að eftir er tekið. Staða Íslands er því öfundsverð meðal þjóða heims. Þannig er stöðunni því miður ekki farið víðast hvar í heiminum. Daglegar fréttir af miklum hörmungum og neyð milljóna manna berast okkur hingað í fámennið. Það er dapurlegt til að vita að mest af þessari neyð er til komið af mannavöldum. Örvæntingarfullar tilraunir til að flýja heimaland sitt í leit að öryggi og skjóli fyrir sig og fjölskyldu sína reka þúsundir manna vikulega út í mikla óvissu og hættu. Það þarf mikið að ganga á til þess að fjölskylda með börn og gamalmenni leggi líf sitt að veði til að komast burt. Það sem af er þessu ári hafa um 1.800 manns drukknað í Miðjarðarhafinu á þessum flótta að heiman. Hvað er það sem flóttafólkið er að leita að? Fyrst og fremst öryggi, húsaskjóli og atvinnu til að framfleyta sér og ala upp næstu kynslóð fjölskyldunnar. Þetta eru nákvæmlega sömu þarfir og allt mannfólk leitar eftir. Þetta umhverfi er allt til staðar á Íslandi. Það er ekki ýkja langt síðan Íslendingar voru á þessum sama stað og flóttafólkið en gæfan hefur fylgt okkur þangað sem við erum núna. Það er ekki hægt að segja um það flóttafólk sem nú streymir til Evrópu. Við getum ekki litið undan og látið eins og þetta hörmungarástand komi okkur ekki við. Hlutdeild Íslands í móttöku flóttamanna er ekki glæsileg. Á síðasta ári tókum við á móti 10 svonefndum kvótaflóttamönnum og 13 eru komnir það sem af er þessu ári. Ef hlutdeild okkar ætti að vera sambærileg við Svíþjóð, sem er land sem við berum okkur saman við á tyllidögum, eigum við að taka á móti 1.500 manns árlega. Hér er ekki verið að tala um hælisleitendur sem eru mun fjölmennari hópur. Á málþingi sem haldið var á vegum Rauða krossins á Íslandi í Norræna húsinu í vor flutti Páll Stefánsson ljósmyndari athyglisvert erindi um nákvæmlega þetta. Taldi hann þátt Íslands í móttöku flóttamanna jaðra við aumingjaskap og vil ég taka undir þau orð. Lagði Páll til að tekin yrði ákvörðun um að bjóða 750 flóttamönnum til landsins árlega, og yrðum við þá nokkurn veginn hálfdrættingar á við Svía. Við þurfum kannski ekki að taka þetta skref í einni lotu en við eigum að byrja að taka á móti myndarlegum hópi árlega og auka svo þann fjölda jafnt og þétt. Með slíkri ákvörðun yrði tekið mark á okkur á alþjóðavettvangi á þessu sviði og með þessu værum við að sýna ákveðinn vilja til aðstoðar. Við getum ekki endalaust skýlt okkur á bak við fámenni, fjarlægðir og sérstöðu meðal þjóða. Stígum fram og látum vita að við erum alvöru þátttakendur í samfélagi þjóðanna og viljum leggja mikið á okkur þegar neyðin er mikil. Sif Sigmarsdóttir ritaði góða grein í Fréttablaðið þ. 29. maí sl. um óð til fljótandi stúlkubarns. Ég vil hvetja lesendur að kynna sér þá grein, en þar segir hún m.a. að flóttafólk sé venjulegt fólk nema hvað það sé svo óheppið að þurfa að flýja stríð, hungur, ofsóknir og neyð. Við Íslendingar höfum verið mjög uppteknir undanfarið af skiptingu kökunnar á milli okkar. Vissulega hafa erfiðleikar steðjað að mörgum, en heilt yfir erum við rík þjóð í ríku landi. Rauði krossinn á Íslandi nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi hjálparstarfs. Hann nýtur trausts yfirvalda hér á landi og er reiðubúinn að sinna sínu hlutverki við móttöku flóttamanna til landsins. En til þess að taka stórt skref í þessum málaflokki þarf almenningur að vera þessu sammála. Þetta snýst allt um hugarfar og afstöðu. Aðstaðan og fjármagnið er til staðar. Það væri óskandi að yfirskrift þessa pistils yrði fyrirsögn í fréttum á næstunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun