Hvað bíður nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga? Aníta Aagestad og Rakel Óskarsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Sjá meira
Við erum að útskrifast sem hjúkrunarfræðingar frá Háskóla Íslands núna í júní. Flestir sem velja sér hjúkrun sem framtíðarstarf velja það af áhuga á starfinu en ekki vegna launanna. Almenningur virðist vera meðvitaður um lág laun hjúkrunarfræðinga og kannast eflaust margir hjúkrunarnemar við að fólk slái á létta strengi með athugasemdum eins og „þú verður bara að finna þér ríkan mann“. Við höfum oft talað um það okkar á milli í gegnum námið að það verði pottþétt búið að semja um hærri laun fyrir útskrift. Miðað við takmarkaðan samningsvilja ríkisins stefnir í að það eigi ekki eftir að verða að veruleika. Eftir útskrift bíða nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga mjög fjölbreytt tækifæri þar sem skortur er á hjúkrunarfræðingum í landinu. Auk þess er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum erlendis og eru eflaust margir sem horfa á hærri laun og spennandi tækifæri þar. Hjúkrunarfræðingar eins og aðrar stéttir þurfa að sjá sjálfum sér og fjölskyldum sínum farborða. Eftir fjögurra ára háskólanám ættu hjúkrunarfræðingar að fá laun sem gera þeim kleift að gera það með sómasamlegum hætti, en auk almennra heimilisútgjalda skulda margir há námslán sem þeir þurfa að greiða til baka. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er nauðsynlegt að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga til að geta haldið uppi heilbrigðisþjónustu í landinu í framtíðinni. Hjúkrunarfræðingar eru ekki aðeins í verkfalli vegna eigin hagsmuna heldur einnig hagsmuna samfélagsins í heild sinni og komandi kynslóða því hjúkrunarfræðingar eru langstærsta stéttin innan heilbrigðiskerfisins. Við höfum áhyggjur af því að stéttin eigi ekki eftir að endurnýjast eins og þörf er á og að álag sem nú þegar er á hjúkrunarfræðingum eigi eftir að aukast enn frekar og finnst okkur það mjög fráhrindandi. Spennandi og fjölbreytt starf er ekki nóg til að laða að ungt fólk í hjúkrun og leggja á sig fjögurra ára háskólanám í hjúkrunarfræði og skuldsetja sig um leið. Okkur langar að starfa á Íslandi við hjúkrun þar sem tækifærin hér eru mjög fjölbreytt og spennandi. Fólkið sem starfar við heilbrigðisþjónustu hér er almennt mjög fagmannlegt og býr yfir dýrmætri þekkingu. Við teljum mikilvægt að gera starfið eftirsóknarverðara með hærri launum og betri vinnuaðstöðu til þess að koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni. Höfundar hafa horft til þeirra möguleika sem bjóðast á Norðurlöndunum og útiloka ekki að kanna þá möguleika enn frekar. Þó erum við erum spenntar að slást í hóp öflugra hjúkrunarfræðinga eftir útskrift, hvað svo sem síðar verður. Við skorum á ríkisvaldið að semja við hjúkrunarfræðinga um betri kjör til þess að tryggja endurnýjun stéttarinnar og koma í veg fyrir frekari landflótta úr stéttinni og tryggja Íslendingum gæðahjúkrun um ókomna tíð.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun