Hjartans mál Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar 4. júní 2015 08:03 Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Hvað erum við Íslendingar sammála um þegar kemur að ríkisfjármálunum? Svarið er einfalt: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill forgangsraða skattfé til heilbrigðismála. Þetta kom skýrt fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir þingflokk Pírata í nóvember sl. Það sem meira er, þetta á við um alla aldursflokka, alla tekjuhópa, kjósendur allra flokka úr öllum kjördæmum, konur og karla. Ísland hefur líka verið í fremstu röð á sviði heilbrigðismála eins og langlífi og hverfandi ungbarna- og mæðradauði sýna. Við viljum öll að svo verði áfram.Hættumerki Endurtekin verkföll í heilbrigðiskerfinu eru alvarleg hættumerki. Margar af stóru kvennastéttunum, sem hafa virkað eins og límið í samfélaginu í eftirleik hrunsins, eru búnar að fá nóg og komnar í verkfall. Heilbrigðisstofnanir eru enn að ná sér eftir verkfall lækna sl. haust, starfsemi þeirra hefur verið í hægagangi vegna verkfalls BHM í um níu vikur og nú hefur verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í á aðra viku. Við þetta verður ekki búið. Landlæknir telur að öryggi sjúklinga sé ógnað. Þetta ástand grefur undan heilbrigðiskerfinu og þar með mikilvægustu grunnstoð samfélagsins.Hvað er til ráða? Framlög til heilbrigðismála höfðu verið skorin niður árin fyrir hrun og í niðurskurðinum í kjölfarið var ekki hægt að hlífa heilbrigðiskerfinu sökum umfangs þess í ríkisútgjöldum. Á sama tímabili hefur sjúklingum fjölgað vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar. Það þýðir að álagið hefur aukist og færri vinna meira á lakari kjörum. Í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir þurfa allir aðilar að leggja sitt af mörkum til að samningar náist. Ríkisstjórnin verður að sýna, svart á hvítu, að hún hyggist leggja stóraukið fé til heilbrigðismála. Það er eini kosturinn ef við ætlum að standa vörð um það sem stendur hjarta okkar næst, íslenska heilbrigðiskerfið.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun