Verkföll sögð óumflýjanleg sveinn arnarsson skrifar 4. maí 2015 07:00 Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjónmáli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins. Fréttablaðið/Pjetur 37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
37 sáttamálum hefur verið vísað til ríkissáttasemjara á þessu ári. Þar af er þrjátíu og þremur málum ólokið hjá embættinu og ekkert þokast í átt að samningum stóru félaganna við Samtök atvinnulífsins. Á Alþingi í dag verður rætt um þá stöðu sem upp er komin á vinnumarkaði og er Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, málshefjandi. Yfirvofandi verkföll eru Katrínu áhyggjuefni. Vill hún fá upplýsingar um hvort ríkisstjórnin ætli sér á einhvern hátt að liðka fyrir samningum. Hún telur störf ríkisstjórnarinnar þvert á móti ekki hjálpa til.Katrín Jakobsdóttirvísir/daníel„Á baráttudegi verkalýðsins var boðað afnám sérstaks raforkuskatts á álver svo dæmi sé tekið. Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa til við samninga en ekki vera að þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa þvert á móti hert þann hnút sem er á vinnumarkaði í dag,“ segir Katrín. Um tíu þúsund félagar Starfsgreinasambandsins(SGS) lögðu niður störf síðastliðinn fimmtudag í fyrstu aðgerðum sínum og von er á tveggja sólarhringa vinnustöðvun á miðvikudag og fimmtudag, sem mun lama atvinnulíf á landsbyggðinni. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, telur útilokað að það náist að semja fyrir þann tíma. „Það er nánast öruggt að við munum þurfa að leggja niður störf í þessari viku. Það er enginn vilji til samninga af hálfu Samtaka atvinnulífsins og samtökin vilja ekki hlusta á sanngjarnar kröfur okkar,“ segir Björn. Stór félög launþega eru einnig líkleg til að leggja niður störf í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingar hefja atkvæðagreiðslu í dag um verkfallsboðun og ekkert hefur miðað í samningaviðræðum Flóabandalagsins og VR við Samtök atvinnulífsins.Ólafía B. RafnsdóttirÓlafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin og segir að líklega muni atkvæðagreiðsla um verkfall hefjast um miðjan mánuðinn. „Við munum á þriðjudaginn [á morgun] senda frá okkur fréttatilkynningu um þá stöðu sem upp er komin í viðræðum okkar við SA. Við höfum ekki fengið samtal við SA um kröfugerð okkar og því er okkur nauðugur sá kostur að setja málið í þennan farveg,“ segir Ólafía. Að mati Ólafíu eru lög á verkföll ekki til þess fallin að liðka fyrir samningum. Félag hjúkrunarfræðinga hefur einnig ákveðið að kanna hug sinna félagsmanna til boðunar verkfalls. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir stéttina seinþreytta til vandræða. Frá því félagið var stofnað árið 1994 hafi félagsmenn aðeins farið í verkfall í tvo heila vinnudaga árið 2001. Nú sé hins vegar ekki sé unað lengur við þau kjör sem hjúkrunarfræðingum séu boðin. „Að morgni mánudagsins 11. maí verður ljóst hvort við förum í verkfall frá og með 27. maí. Við höfum átt þrjá árangurslausa fundi hjá ríkissáttasemjara frá því í byrjun apríl. Við sjáum þetta sem neyðarúrræði til að krefjast betri kjara,“ segir Ólafur.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira