Samhljómur gegn ójöfnuði Árni Páll Árnason skrifar 24. apríl 2015 07:00 Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu í vikunni kvartar formaður Sjálfstæðisflokksins yfir því að það skorti á samhljóm í kröfugerð samtaka launafólks í yfirstandandi kjaradeilum. Hann segir: „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Þetta er ekki alls kostar rétt. Þrátt fyrir ólíkar kröfur einstakra samtaka launafólks er barátta gegn auknum ójöfnuði í samfélaginu það sem sameinar kröfugerð allra. Ríkisstjórnin verður að taka þau skilaboð til sín. Best settu fyrirtækin hagnast sem aldrei fyrr og arðgreiðslur og stjórnarlaun hækka í engu samræmi við þau tilboð sem atvinnurekendur setja fram í kjaraviðræðunum. Hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund krónur á þremur árum er við slíkar aðstæður hógvær krafa, enda samfélagslegt markmið okkar að atvinnurekstur hér sé það arðsamur að hann standi undir slíkum launum. Það á að skipta hagnaði af rekstri með eðlilegum hætti milli launafólks og eigenda. Bilið milli þeirra tekjulægstu og tekjuhæstu eykst, misskipting eigna eykst og aðgerðir ríkisstjórnarinnar ýta enn frekar undir þessa þróun. Lágtekjufólk og meðaltekjufólk ber að fullu kostnaðinn af hruni krónunnar með launum sem eru verulega lægri en í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækin njóta hins vegar ávinningsins af gengishruninu en leggja ekkert af mörkum á móti. Öflugustu fyrirtækin og ríkustu einstaklingarnir hafa fengið gríðarlegar skattalækkanir í tíð ríkisstjórnar ríka fólksins, sem velur að nýta ekki auðveld tækifæri til að afla meiri tekna af auðlindum þjóðarinnar. Einu sinni var vandamál Íslands að atvinnuvegirnir stóðu ekki undir kaupi sem fólki var sæmandi. Þá þurfti þjóðarátak um stórfelldar skipulagsbreytingar. Nú á annað við. Daglega berast fréttir af möguleikum okkar á að hafa gríðarlegan arð af sameiginlegum auðlindum, ef arðinum væri rétt skipt. Ríkisstjórnin er helsti þröskuldurinn á þeirri vegferð.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar