Sáttmálinn Silja Dögg Einarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Samfélagsleg sátt getur aldrei byggt á öðru en sanngirni. Stöðugleiki næst ekki nema að samfélagsleg sátt sé til staðar. Sú sátt næst ekki ef sumir ætla sér 30-40% launahækkanir en öðrum 3%. Óréttlæti er því helsta ógn stöðugleikans, ekki kröfur þeirra lægst launuðu um að lágmarkslaun séu 300 þúsund. Það hlýtur að vera eðlilegt að ætla sér að geta lifað af launum fyrir fullt starf.Línudans Fámennið og nálægðin á Íslandi krefst jöfnuðar og réttlætis. Erfitt kann að vera að ná fullkomnum jöfnuði og spurning hvort hann þarf að verða alger. Hvatar til samkeppni og framfara verða líka að vera til staðar. Heilbrigt samfélag byggist á að finna hið hárfína jafnvægi á milli þessara þátta.Burt með bankabónusaFramsóknarflokkurinn hélt nýlega afar vel heppnað flokksþing og þar voru m.a. lagðar fram ályktanir um að lægstu laun yrðu 300 þúsund og að bankabónusar yrðu bannaðir. Græðgin varð okkur að falli 2008. Við verðum að láta þá bitru reynslu okkur að kenningu verða og liður í því er að banna bankabónusa. Lögleiðing þeirra mun einungis ýta undir græðgi og frekari ofþenslu bankakerfisins.Minnst fátæktÍsland er loks á uppleið eftir sjö mögur ár. Aldrei þessu vant hafa umsamdar launahækkanir skilað sér nær allar í auknum kaupmætti vegna þess að verðbólga hefur verið í lágmarki. Leiðrétting húsnæðislána sem og lækkanir á tollum, gjöldum og sköttum hafa einnig aukið ráðstöfunartekjur heimilanna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Velferðarvaktarinnar er Ísland nú með þriðja mesta jöfnuð í tekjuskiptingu og minnsta fátækt af þjóðum OECD. Því er nú brýtn að stíga varlega til jarðar.Dýrt húsnæðiFréttir herma að gjá sé á milli deiluaðila í yfirstandandi kjaraviðræðum. Ég tel að nýtt húsnæðiskerfi muni skipta máli í þessum efnum. Í dag er húsnæði allt of dýrt og kerfið meingallað. Kjör fólks munu tvímælalaust batna með betra kerfi. Fyrirliggjandi eru umfangsmiklar tillögur að nýju húsnæðiskerfi sem félagsmálaráðherra mun kynna fljótlega en með því verða öll búsetuform styrkt, hvort sem fólk tekur lán til að kaupa íbúð, leigir eða er þátttakandi í húsnæðissamvinnufélagi. Þó svo að menn séu sammála um að svigrúm sé til að auka jöfnuð enn frekar, þá megum við ekki ganga of langt og hleypa verðbólgudraugnum úr búrinu.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar