Tollar: umfangsmesti matarskatturinn Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum.
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun