Tollar: umfangsmesti matarskatturinn Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 22. apríl 2015 06:00 Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Sjá meira
Virðisaukaskattur á matvæli var um áramótin hækkaður úr 7% í 11%. Sú breyting mætti andstöðu úr fjölmörgum áttum og voru um 500 fréttir sagðar af málinu. Forsætisráðherra hefur sagt þessa breytingu vera erfiðasta mál ríkisstjórnarinnar til þessa. Ljóst er að matvælaverð skiptir íslenskan almenning miklu máli. Í því ljósi er áhugavert að skoða áhrif annarra matarskatta á matvælaverð. Þar má helst nefna að hér á landi hafa síðastliðin ár verði lagðir á háir innflutningstollar á matvæli. Tollar leggjast á um 40% vörutegunda í matarkörfu Íslendinga vegið eftir verðmæti. Þar vega þyngst tollar á mjólkurvörur og kjöt. Áætla má að innflutningstollar nemi í dag um 20% álagi á innflutningsverð osta, 41% á nautakjöt, 48% á svínakjöt, 92% á kjúkling, 107% á smjör og 156% á egg. Áhrif tolla á matvælaverð leyna sér ekki. Matvæli sem ekki bera innflutningstolla eru ódýrari hér en í nágrannaríkjunum. Fiskur, ávextir, grænmeti og kornvörur njóta ekki tollverndar og er verð á þessum vörutegundum 7-15% lægra hérlendis. Hins vegar er verð á tollvernduðum matvælum yfirleitt hærra. Þannig er verð á smjöri, eggjum, ostum, nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi á bilinu 19-59% hærra hér en í nágrannaríkjunum. Reynslan sýnir að afnám tolla skilar sér í lægra vöruverði. Þegar tollar af agúrkum, tómötum og papriku voru afnumdir árið 2002 lækkaði verð til neytenda um allt að 45%. Varlega áætlað myndi afnám allra innflutningstolla lækka matvælaverð á Íslandi um 6%. Það jafngildir 76 þúsund króna lækkun matarútgjalda á hverja fjölskyldu á ári. Til samanburðar jók fyrrnefnd hækkun virðisaukaskatts á matvæli sömu útgjöld um 13 þúsund krónur á ári - einn sjötta þeirrar upphæðar. Þeir sem vilja lægra matvöruverð hérlendis ættu að beita sér fyrir afnámi innflutningstolla, enda eru slíkir tollar umfangsmesti matarskatturinn. Það er því óskandi að innflutningstollar verði jafn umdeildir og hækkun virðisaukaskatts var þegar stjórnvöldum verður veitt aðhald á komandi misserum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun