Hvar eru peningarnir Eygló? Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 26. mars 2015 07:00 Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Meirihlutinn í Reykjavík samþykkti á haustmánuðum að veita Félagsbústöðum heimild til að fjölga félagslegum leiguíbúðum borgarinnar um 500 á næstu fimm árum. Í tillögunni er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg leggi fram 30% eigið fé í samræmi við hugmyndir þær sem félags- og húsnæðismálaráðherra hefur kynnt en hafa ekki enn þá verið lagðar fram á Alþingi. Borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina, flokkssystur félags- og húsnæðismálaráðherra, studdu ekki í borgarstjórn að Reykjavíkurborg legðist í slíka uppbyggingu. Bentu þær á í bókun sinni að tillagan byggði ekki á núgildandi lögum um fjármögnum á félagslegu leiguhúsnæði. Fyrirhuguð uppbygging félagslegra íbúða er nauðsynleg fyrir samfélagið og húsnæðismarkaðinn, þvælingur Framsóknarflokksins er óskiljanlegur og þolinmæði okkar er á þrotum. Ekki þýðir að bíða eftir mögulegri lagasetningu endalaust, tími aðgerða er núna, ástandið á húsnæðismarkaði þolir enga bið. Borgin hlýtur að eiga heimtingu á því að fá fjármögnun á félagslegum húsnæðislánum samkvæmt núgildandi lögum eins og borgarfulltrúar Framsóknar- og flugvallarvina bentu á í bókun sinni þegar tillagan var afgreidd í borgarstjórn síðastliðið haust. Samt koma Félagsbústaðir að lokuðum dyrum hjá Íbúðalánasjóði þar sem útlán hafa verið sett í frost meðan beðið er eftir tillögum félags- og húsnæðismálaráðherra um stofnstyrki til uppbyggingar félagslegs leiguhúsæðis. Aðspurður hefur umræddur ráðherra miklar áhyggjur af ástandinu á húsnæðismarkaði og segir það „hlutverk sveitarfélaga að skaffa félagslegt húsnæði“. Nú spyr ég þig Eygló, hvar eru peningarnir? Reykjavíkurborg er tilbúin með sitt framlag og sína fjármögnun og nú stendur á ríkinu að uppfylla sitt hlutverk og standa við fjármögnunina. Hvort sem það er skv. núgildandi lögum eða fjarlægri framtíðarsýn skiptir ekki máli. Málið þolir enga bið, ástandið á leigumarkaðnum er með öllu óásættanegt og ríkið þarf að standa við sínar lagalegu skyldur um fjármögnun á félagslegu leiguhúsnæði núna strax.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar