„Í handahöldunum á ómögulegheitunum“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 23. mars 2015 07:00 „Það er ýmislegt og alls konar í handahöldunum á ómögulegheitunum,“ sagði faðir minn að hefði verið orðtak Kjarvals og óneitanlega tautar maður þetta stundum með sjálfum sér – ekki síst þegar maður veltir fyrir sér sambandi Íslendinga og Evrópusambandsins. Eiginlega lítið annað hægt að segja um það mál. Allt einn allsherjar ómöguleiki. Hvernig endaði málið í öllum þessum ómögulegheitum? Þjóðin sendir að vísu afar misvísandi skilaboð: Áttatíu prósent landsmanna vilja að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu skref – og er nú eiginlega lágmarkskrafa sem gera verður til stjórnmálaflokka. En sjötíu prósent landsmanna eru andvíg inngöngu í ESB. Samt sýna skoðanakannanir að meirihluti landsmanna vill að aðildarviðræður verði kláraðar og samningur svo lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Við þetta situr. Þetta segir okkur það að fólk sé tortryggið í garð ESB, sem er alveg eðlilegt, en vilji samt bíða og sjá hvað aðild kann að þýða. Það vill kíkja í pakkann. Það er nefnilega alveg hægt að kíkja í pakkann.Að flækjast í eigin klækjum Og það er eins og flokkakerfið okkar sé ófært um að þoka málinu áfram – eða afturábak. Allt er fast. Smækkunarstjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, úthúðar embættismönnum að vanda og hvetur til tafarlausra og afdráttarlausra viðræðuslita, en það er eins og ríkisstjórnin sé að reyna að koma hinni endanlegu ákvörðun yfir á Evrópusambandið. Það er með öðrum orðum ekki nóg með að núverandi ráðamenn vilji sækja öll þessi lög og reglugerðir til ESB heldur reyna þeir líka að koma yfir á ESB sinni eigin höfnun á aðild að því. Það gengur brösuglega. Ráðherrar reyna að sýna klókindi, en flækjast einhvern veginn í eigin klækjum. Samt er hér við alla gömlu flokkana að sakast. Það er alltaf erfitt að vera vitur eftir á; og þegar litið er um öxl var það bráðræði að leggja út í þennan leiðangur eins og gert var; hann var ekki nógu vel undirbúinn pólitískt hér á landi og forystufólk Samfylkingar náði ekki að hrífa fólk og fylkja því um þessa hugmynd: að ganga í Evrópusambandið en híma ekki bara í gættinni. Samfylkingin vanmat hversu öflug andstaðan var meðal hagsmunaaðila og hversu langt menn voru reiðubúnir að ganga til að koma í veg fyrir að til yrði samningur sem þjóðin myndi hugsanlega geta samþykkt. Samfylkingarfólki mistókst að sannfæra þjóðina um að þetta væri rétt skref; það var eins og menn biðu bara í rólegheitum eftir samningi og hirtu ekki um að taka þátt í umræðunni, sem fyrir vikið var undirlögð af tröllasögum um ESB. Það reyndust misráðin klókindi. Ein villan enn hjá Samfylkingunni var að gera sér ekki grein fyrir því hversu afdrifaríkur tvískinnungurinn hjá VG var. Þar á bæ voru – og eru – vissulega stuðningsmenn aðildar að ESB, en enginn treysti sér samt til að tala fyrir málinu. Gagnvart utanaðkomandi virkaði þetta svolítið eins og fólk væri að þykjast vera andvígt aðild. Í baklandi flokksins var andstaða mikil en meðal kjósenda hafa stuðningsmenn aðildar hins vegar verið iðulega í meirihluta. Forystumenn VG vildu ógjarnan bíta af sér það fylgi, en um leið varð að fylgja stefnu gamla kjarnans sem lítur á Evrópusambandið sem bandalag heimsvaldasinna og hafi það markmið að sölsa undir sig auðlindir fátækra þjóða. Þetta er arfur tortryggni í garð vestrænna lýðræðisríkja sem aldrei hefur alveg horfið úr þessum flokki. Útkoman af stefnu VG var þessi: Þau gáfu grænt ljós á aðildarviðræður en fólu um leið Jóni Bjarnasyni, staðfastasta andstæðingi ESB sem til er á byggðu bóli, að stýra viðræðum um þau mál þar sem helst reyndi á gagnkvæman samningsvilja Íslendinga og fulltrúa sambandsins. Jón Bjarnason strengdi þess heit hátt og snjallt að sjá til þess með öllum ráðum að aldrei yrði samið. Þessi ríki ósamningsvilji skilaði því að allt stóð fast í þar til hann var leystur frá störfum, en í kjölfarið var ákveðið að hægja á viðræðum, að ósk VG, fram að þingkosningum, þegar ný ríkisstjórn var mynduð af flokkum sem lofuðu að bera næstu skref undir þjóðina – en reyna nú að svíkja það.Pólitísk leikjafræði Og við þetta situr. Á öllum stigum málsins er pólitísk leikjafræði allsráðandi; misráðin klókindi ráða för fremur en áhugi á því að bæta lífskjör á Íslandi. Málið er fast í handahöldunum á ómögulegheitunum. Við þurfum nýtt fólk í íslensk stjórnmál með nýja hugsun, ný viðhorf, nýjar aðferðir við að greiða úr málum. Við þurfum pragmatískt fólk sem hefur áhuga og ánægju af því að leysa vandamál fremur en skapa þau. Við þurfum fólk sem hefur ánægju af því að starfa saman og er ekki bundið á klafa úreltrar hugmyndafræði úr öðrum víddum, hvort sem sú hugmyndafræði er kennd við kommúnisma eða kapítalisma eða þjóðernishyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
„Það er ýmislegt og alls konar í handahöldunum á ómögulegheitunum,“ sagði faðir minn að hefði verið orðtak Kjarvals og óneitanlega tautar maður þetta stundum með sjálfum sér – ekki síst þegar maður veltir fyrir sér sambandi Íslendinga og Evrópusambandsins. Eiginlega lítið annað hægt að segja um það mál. Allt einn allsherjar ómöguleiki. Hvernig endaði málið í öllum þessum ómögulegheitum? Þjóðin sendir að vísu afar misvísandi skilaboð: Áttatíu prósent landsmanna vilja að stjórnarflokkarnir efni kosningaloforð sín um þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu skref – og er nú eiginlega lágmarkskrafa sem gera verður til stjórnmálaflokka. En sjötíu prósent landsmanna eru andvíg inngöngu í ESB. Samt sýna skoðanakannanir að meirihluti landsmanna vill að aðildarviðræður verði kláraðar og samningur svo lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Við þetta situr. Þetta segir okkur það að fólk sé tortryggið í garð ESB, sem er alveg eðlilegt, en vilji samt bíða og sjá hvað aðild kann að þýða. Það vill kíkja í pakkann. Það er nefnilega alveg hægt að kíkja í pakkann.Að flækjast í eigin klækjum Og það er eins og flokkakerfið okkar sé ófært um að þoka málinu áfram – eða afturábak. Allt er fast. Smækkunarstjóri Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, úthúðar embættismönnum að vanda og hvetur til tafarlausra og afdráttarlausra viðræðuslita, en það er eins og ríkisstjórnin sé að reyna að koma hinni endanlegu ákvörðun yfir á Evrópusambandið. Það er með öðrum orðum ekki nóg með að núverandi ráðamenn vilji sækja öll þessi lög og reglugerðir til ESB heldur reyna þeir líka að koma yfir á ESB sinni eigin höfnun á aðild að því. Það gengur brösuglega. Ráðherrar reyna að sýna klókindi, en flækjast einhvern veginn í eigin klækjum. Samt er hér við alla gömlu flokkana að sakast. Það er alltaf erfitt að vera vitur eftir á; og þegar litið er um öxl var það bráðræði að leggja út í þennan leiðangur eins og gert var; hann var ekki nógu vel undirbúinn pólitískt hér á landi og forystufólk Samfylkingar náði ekki að hrífa fólk og fylkja því um þessa hugmynd: að ganga í Evrópusambandið en híma ekki bara í gættinni. Samfylkingin vanmat hversu öflug andstaðan var meðal hagsmunaaðila og hversu langt menn voru reiðubúnir að ganga til að koma í veg fyrir að til yrði samningur sem þjóðin myndi hugsanlega geta samþykkt. Samfylkingarfólki mistókst að sannfæra þjóðina um að þetta væri rétt skref; það var eins og menn biðu bara í rólegheitum eftir samningi og hirtu ekki um að taka þátt í umræðunni, sem fyrir vikið var undirlögð af tröllasögum um ESB. Það reyndust misráðin klókindi. Ein villan enn hjá Samfylkingunni var að gera sér ekki grein fyrir því hversu afdrifaríkur tvískinnungurinn hjá VG var. Þar á bæ voru – og eru – vissulega stuðningsmenn aðildar að ESB, en enginn treysti sér samt til að tala fyrir málinu. Gagnvart utanaðkomandi virkaði þetta svolítið eins og fólk væri að þykjast vera andvígt aðild. Í baklandi flokksins var andstaða mikil en meðal kjósenda hafa stuðningsmenn aðildar hins vegar verið iðulega í meirihluta. Forystumenn VG vildu ógjarnan bíta af sér það fylgi, en um leið varð að fylgja stefnu gamla kjarnans sem lítur á Evrópusambandið sem bandalag heimsvaldasinna og hafi það markmið að sölsa undir sig auðlindir fátækra þjóða. Þetta er arfur tortryggni í garð vestrænna lýðræðisríkja sem aldrei hefur alveg horfið úr þessum flokki. Útkoman af stefnu VG var þessi: Þau gáfu grænt ljós á aðildarviðræður en fólu um leið Jóni Bjarnasyni, staðfastasta andstæðingi ESB sem til er á byggðu bóli, að stýra viðræðum um þau mál þar sem helst reyndi á gagnkvæman samningsvilja Íslendinga og fulltrúa sambandsins. Jón Bjarnason strengdi þess heit hátt og snjallt að sjá til þess með öllum ráðum að aldrei yrði samið. Þessi ríki ósamningsvilji skilaði því að allt stóð fast í þar til hann var leystur frá störfum, en í kjölfarið var ákveðið að hægja á viðræðum, að ósk VG, fram að þingkosningum, þegar ný ríkisstjórn var mynduð af flokkum sem lofuðu að bera næstu skref undir þjóðina – en reyna nú að svíkja það.Pólitísk leikjafræði Og við þetta situr. Á öllum stigum málsins er pólitísk leikjafræði allsráðandi; misráðin klókindi ráða för fremur en áhugi á því að bæta lífskjör á Íslandi. Málið er fast í handahöldunum á ómögulegheitunum. Við þurfum nýtt fólk í íslensk stjórnmál með nýja hugsun, ný viðhorf, nýjar aðferðir við að greiða úr málum. Við þurfum pragmatískt fólk sem hefur áhuga og ánægju af því að leysa vandamál fremur en skapa þau. Við þurfum fólk sem hefur ánægju af því að starfa saman og er ekki bundið á klafa úreltrar hugmyndafræði úr öðrum víddum, hvort sem sú hugmyndafræði er kennd við kommúnisma eða kapítalisma eða þjóðernishyggju.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun