Hvað með þarfir íbúanna? Dóra Magnúsdóttir skrifar 12. mars 2015 07:00 Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Magnúsdóttir Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Dóttir mín á unglingsaldri fer yfir Grensásveginn á hverjum degi á leið til skóla, rétt eins og fjölmörg börn og ungmenni í Bústaðahverfinu en við búum við götu sem liggur að Grensávegi milli Bústaðavegar og Miklubrautar. Aksturshraði þarna hefur mælst allt að 80 km/klst. enda var gatan upphaflega lögð sem hraðbraut úr Reykjavík til Kópavogs. Mælingar hafa sýnt að gatan er of stór fyrir þá umferð sem um hana fer og því óþarfi að hafa ígildi hraðbrautar í þéttri íbúðabyggð. Fólk hefur ýmsar skoðanir á framkvæmdinni en mikilvægt er að virða óskir íbúa hverfisins. Á fundum sem haldnir hafa verið í hverfinu undanfarin ár við undirbúning nýs aðals- og hverfisskipulags hefur skýrt komið fram að íbúar líta á mikla og hraða bílaumferð í Bústaða- og Háaleitishverfinu og í gegnum þau til helstu ókosta borgarhlutans. M.a. vegna þessara ábendinga leggur borgin nú áherslu á aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar sem umlykur borgarhlutann og þverar skóla- og frístundahverfi. Mikilvægt er að þeir sem fara reglulega yfir götuna fótgangandi eða hjólandi, oftar en ekki börn og ungmenni, þurfi ekki að fara yfir ígildi hraðbrautar á hverjum degi. Hverfið verður öruggara með hægari bílaumferð. Ég talaði nýlega fyrir þessari framkvæmd á Facebook. Vinur minn úr netheimum sagðist vera mótfallinn framkvæmdinni vegna þess að heppilegt sé að nota götuna þegar umferðin er þung á Miklubrautinni. Þannig hef ég heyrt fleiri tala sem ekki eru sáttir við framkvæmdina; að það sé fínt að nýta þennan spotta til að bruna í gegn. Hins vegar er það deginum ljósara að slíkur hraðakstur hentar ekki íbúum hverfisins. Með framkvæmdinni fæst öruggari og vistlegri gata sem hægt verður að hjóla án þess að leggja líf og limi í hættu. Endurbættur Grensásvegur er liður í metnaðarfullu langtímaverkefni að gera Reykjavík að frábærri hjólaborg en þessi tiltekni hluti götunnar er nú stórhættulegur fyrir hjólandi umferð. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta það að vera óskir og þarfir íbúa hverfanna sem skipta mestu máli.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar