Krónan, höftin og evran Gauti Kristmannsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gjaldeyrishöft Gauti Kristmannsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Brátt verða sjö ár liðin frá hruninu sem varð á Íslandi, sjö mögur ár að baki, kannski ekki síst fyrir „millistéttaraulana” sem borguðu af skuldum sínum áfram, báru skattahækkanir og niðurskurð án þess að mögla mikið nema á Facebook. Kannski vonar fólkið sem greitt hefur allan sinn sparnað í vaxtahít verðtryggingar okkar ónýta gjaldmiðils að fram undan séu betri sjö ár, ár sem réttlæti fórnirnar sem færðar voru á altari hinnar sjálfstæðu örmyntar. Sumir halda því fram að hún hafi „bjargað“ Íslendingum, forðað þeim frá atvinnuleysi einmitt vegna þess að gengið gat fallið, en þeir virðast gleyma því að atvinnuleysi rauk hér upp líka, mikill fólksflótti var og er frá landinu og að skuldir almennings, hvað sem öllum „leiðréttingum“ líður, ruku upp úr öllu valdi. Þeir virðast líka hafa gleymt því að hér þurfti að setja á gjaldeyrishöft fyrir rúmum sex árum, höft sem enn halda fast og stjórnmálamenn þora bersýnilega ekki að aflétta. Hvers vegna? Hagfræðingar segja að nú sé besti tíminn til að aflétta höftum en lítið er að gerast nema nefndastörf. Talað er um „útgönguskatt“, en það er engin aflétting, aðeins annað form á höftum. Kröfuhafar íslensku bankanna geta vel beðið það af sér á góðum vöxtum íslensku krónunnar sem eru margfalt hærri en annars staðar á Vesturlöndum og þótt víðar væri leitað. Verðtryggingin sér svo um sína ef „verðbólguskot“ verður. Hvað gerum við þá? Og það er einmitt það sem gerist ef höftunum verður aflétt í raun og veru. Allir vita að krónan er afar ótryggur gjaldmiðill og það væri beinlínis skylda íslenskra lífeyrissjóða að fjárfesta meira erlendis ef höftin færu. Það þarf ekki að spyrja um einkaaðila, hver þeirra tæki áhættuna á því að peningaeignir þeirra rýrnuðu umtalsvert einungis vegna þess að þær væru í íslenskum krónum? Auk þess gætu miklar sveiflur leitt til nýrra hafta og þá væri gott að eiga peninga í útlöndum, það hefur sýnt sig á undanförnum árum í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Fyrir sex árum sótti Ísland um aðild að Evrópusambandinu. Þvert á það sem áróðurinn hamrar á var góður meirihluti fyrir því bæði meðal þings og þjóðar. Skoðanakönnun Capacent Gallup í febrúar 2009 sýndi að rúm 60% landsmanna voru hlynnt aðildarumsókn. Fyrir kosningar árið 2009 samþykkti Framsóknarflokkurinn að sótt skyldi um aðild að ESB, Samfylkingin var á því, Borgarahreyfingin einnig og vitað var að ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru hlynntir umsókn um aðild. Vinstri græn samþykktu svo í stjórnarsáttmála að styðja umsóknina sem lögð yrði síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allir höfðu fyrirvara um samþykki eftir því hvernig til tækist í samningaviðræðum, enda voru menn þá ekki farnir að ljúga því upp í opið geðið á almenningi að ekki væri um neitt að semja. Eitt mikilvægasta atriðið við aðild að ESB var að fá hlutdeild í gjaldmiðli sem stæði af sér ólgusjói hnattvæðingar og skilaði íslenskum almenningi og fyrirtækjum vaxtakjörum á borð við þau sem eru í nágrannalöndunum. Andstæðingar aðildar hrópuðu þá hátt að það tæki mörg ár að verða aðili að evrunni, skilyrðin væru slík. Sem er alveg rétt. En nú stöndum við hér tæpum sex árum seinna og bíðum þess eins að næsta verðbólguholskefla ríði yfir okkur og hvað gerum við þá?
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun