Siðblinda í lífeyrissjóðum Ólafur Hauksson skrifar 4. mars 2015 00:00 Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það lýsir undarlegri siðblindu að lífeyrissjóðir skuli telja sjálfsagt og eðlilegt að skipa menn með óviðfelldinn bakgrunn í stjórnir fyrirtækja í þeirra eigu. Fyrrum yfirlögfræðingur óþokkafyrirtækisins Dróma er fulltrúi lífeyrissjóðs verslunarmanna í Tryggingamiðstöðinni. Fyrrum forstjóri Icelandair, sem beitti sér ólöglega gegn samkeppni í millilandaflugi, er stjórnarformaður Icelandair Group í boði lífeyrissjóðanna sem eiga fyrirtækið. Svo virðist sem það þyki sjálfsagt af hálfu lífeyrissjóða að velja þessa menn til trúnaðarstarfa, þrátt fyrir að þeir hafi með störfum sínum beitt sér gegn hagsmunum fólksins sem borgar í þessa sömu lífeyrissjóði.Ósóminn úr Dróma Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig Drómi gekk í skrokk á fyrrum viðskiptavinum Spron og Frjálsa. Drómi skar sig úr með ógeðfelldum innheimtuaðgerðum enda fór svo að fyrirtækið var lagt niður. Núna situr fyrrum yfirlögfræðingur Dróma í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar sem fulltrúi fólksins sem Drómi þjösnaðist á. Lífeyrissjóðirnir sem eiga Icelandair Group hafa um árabil kosið fyrrum forstjóra Icelandair sem stjórnarformann fyrirtækisins. Fyrir þremur árum var Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, dæmt til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota í forstjóratíð stjórnarformannsins.Gegn hagsmunum almennings Sektin var samt ekki það alvarlegasta. Þessi fyrrum forstjóri Icelandair vann beint gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna með samkeppnislagabrotunum. Undir stjórn hans misnotaði Icelandair markaðsráðandi stöðu sína til að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi. Fyrirtækið fórnaði yfir 20 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Icelandair forstjórans vildi ekki að almenningur nyti samkeppni og lægri flugfargjalda í ferðum til útlanda. Siðblindingjarnir í lífeyrissjóðunum láta sér fátt um finnast. Þrátt fyrir lögbrotin, 80 milljóna króna sektina og hrikalegt tekjutapið er forstjóranum fyrrverandi lyft á stall stjórnarformanns.Fylgir lesblinda siðblindu? Það er grátbroslegt í þessu samhengi að lífeyrissjóðirnir hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráður þeirra er samfélagsleg ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Halda mætti að lesblinda fylgdi siðblindu.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar