Hvað tefur í húsnæðismálum? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Sjá meira
BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir Skoðun