Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja guðsteinn bjarnason skrifar 3. febrúar 2015 08:00 Janis Varúfakis. Fjármálaráðherra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing-stræti númer ellefu. fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Grikkland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref.
Grikkland Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent