Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja guðsteinn bjarnason skrifar 3. febrúar 2015 08:00 Janis Varúfakis. Fjármálaráðherra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing-stræti númer ellefu. fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Grikkland Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref.
Grikkland Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira