Tsipras undrandi á velvilja Evrópuríkja guðsteinn bjarnason skrifar 3. febrúar 2015 08:00 Janis Varúfakis. Fjármálaráðherra nýju grísku stjórnarinnar hélt í gær á fund George Osborne, hins breska starfsbróður síns, í Downing-stræti númer ellefu. fréttablaðið/AP Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref. Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti kom grísku stjórninni til varnar í gær og sagði frekari niðurskurð ekki nauðsynlegan í bili í Grikklandi, heldur þyrfti að hjálpa Grikkjum að auka hagvöxtinn. „Það er ekki hægt að halda áfram að þrengja að ríkjum sem eru í miðri efnahagskreppu,“ sagði Obama í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNN. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði einnig nauðsynlegt að leggja áherslu á hagvöxt og hvatti til þess að evruríkin gerðu betri áætlun um hagvöxt og atvinnumál. Þetta sagði hann eftir að Janis Varúfakis, fjármálaráðherra grísku stjórnarinnar, hélt á fund hans í London í gær. Osborne tók samt fram að óhjákvæmilegt væri að Grikkir sýndu ábyrgð. Varúfakis hefur verið á ferðalagi um Evrópuríki undanfarið, og segir viðtökurnar þess eðlis að Grikkir geti verið bjartsýnir á að nýtt samkomulag um skuldavanda Grikklands geti tekist innan fárra mánaða. Þannig sagði Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að Frakkar væru reiðbúnir að hjálpa Grikkjum við að komast að samkomulagi við lánardrottna sína. François Hollande Frakklandsforseti hefur einnig sagst reiðubúinn að ræða við Grikki um hugsanlegar lausnir á þeim gríðarmikla skuldavanda sem hrjáir gríska ríkið. Grikkir verði samt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart evrusvæðinu. Alexis Tsipras, forsætisráðherra nýju stjórnarinnar í Grikklandi, sagðist í gær undrandi á því hve góðan hljómgrunn málstaður hans hefði fengið í Evrópu. SYRIZA, vinstriflokkur Tsipras, vann stórsigur í þingkosningum fyrir rúmri viku út á loforð um að nú verði horfið frá því að leggja alla áherslu á að greiða niður skuldir gríska ríkisins, heldur fara frekar að huga að því að efla hagvöxtinn. Gríska ríkið skuldar enn 315 milljarða evra, jafnvirði nærri 50.000 milljarða króna, eða um það bil 175 prósent af vergri landsframleiðslu Grikklands. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir réttast að leggja niður þríeykið svonefnda, sendinefnd Evrópusambandsins, Evrópska seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem stýrt hefur samningum við grísk stjórnvöld um skuldavanda ríkisins. „Við þurfum að finna aðra leið og það hratt,“ sagði hann í blaðagrein í gær. Þeir Juncker og Tsipras ætla svo að hittast á morgun til að ræða næstu skref.
Grikkland Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira