Getum við lært? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Hryðjuverkin í París bergmála víða. Það var eflaust einn þátturinn í ætlunarverki þeirra sem þau frömdu. Sama dag voru um 100 lögreglunemar í Jemen drepnir í sprengjutilræði og við höfum fregnað um samtímaatburðina í Nígeríu þar sem allt að 2.000 sakleysingjar liggja í valnum. Gefa glæpsamleg tilræði, jafnt í Evrópu sem annars staðar, tilefni til annars konar bergmáls en ummæla til dæmis um vonda Framsóknarmenn, trúarbyggingar á Íslandi sem uppsprettu hryðjuverka, vinstri menn sem múslimasleikjur og um nauðsyn þess að reynt sé að rekja bakgrunn og gerðir sumra innflytjenda til landsins en ekki annarra? Óskandi væri að bergmálið vekti uppbyggilega umræðu, lausa við fordóma og fáfræði. Margir eiga leik í henni og brátt kemur í ljós hvort íslenskt samfélag getur borið uppi þau mannréttindi, það frelsi og þá mannúð sem það segist hvíla á og oft hefur raunar sést til.Fjarveran var mistök Einnig kemur í ljós hvort þeir sem áttu að mæta til samstöðu í París samkvæmt hvatningu til þjóðarleiðtoga (þ.e. forsætisráðherra á Norðurlöndum – eða annars ráðherra) kunni að viðurkenna mistök. Allir sem íhuga að mæta á samstöðufundi velta fyrir sér tilefninu og eigin tímaramma. Í umræddu tilviki var málefnið afar brýnt á alþjóðavísu og unnt að komast til Parísar að kvöldi dags og heim aftur að kvöldlagi næsta dag þannig að einn sólarhringur dugði. Fjarveran var mistök sem orðið óheppilegt nær ekki yfir. Gleymum því heldur ekki að fjarveran vekur allt of margar spurningar. Skrif í minningarbók, viðvist góðs sendiráðsstarfsmanns eða skeyti til ráðamanna í Frakklandi duga varla til að svara þeim. Á samstöðufundi við franska sendiráð sá ég engan úr pólitíska armi samfélagsins nema Ragnheiði Elínu ráðherra, Elínu Hirst þingmann og Hjálmar Sveinsson úr borgarkerfinu. Kannski voru þar fleiri. Þarna höfðu margir slíkir tækifæri til að sýna hug sinn í verki en vissulega var auglýsing á þessari látlausu en áhrifamiklu samkomu lítil. Nú er tækifæri fyrir þá, sem orðið hafa á mistök í sambandi við afstöðu til atburðanna í Frakklandi, við umræður um trúarbrögð, átök í Austurlöndum – eða skortir umburðarlyndi – að ýta undir gagnlegar umræður og aðgerðir sem stuðla að samstöðu en ekki sundrungu. Reyndar á það við okkur öll.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun