Náttúrupassi býr til nýja stétt landgreifa Þórarinn Eyfjörð skrifar 15. janúar 2015 07:00 Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, heldur sig við sama heygarðshornið í baráttu sinni fyrir svokölluðum náttúrupassa. Herferð sinni fyrir þessari afleitu hugmynd heldur hún áfram þrátt fyrir afgerandi andstöðu allra hagsmunaaðila í ferðagreinum og almennings í landinu. Einnig virðir hún að vettugi efasemdir þingmanna úr stjórnarliðinu jafnt sem annarra þingmanna. Fátt virðist því geta komið vitinu fyrir ráðherrann í þessu efni og vekur það furðu. Það læðist að manni sá grunur að ætlun hennar eigi sér fleiri hliðar en þær sem haldið er á lofti. Eðlilega vakna spurningar um hvort það séu einhverjir sérstakir hagsmunir sem hún er að verja og þá hverjir tengjast þeim hagsmunum. Lítum rétt sem snöggvast á spurningar og svör af heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Þar er meðal annars spurt hvar náttúrupassinn muni gilda. Svarið á heimasíðunni er: „Náttúrupassinn mun gilda á ferðamannastöðum í eigu og umsjón opinberra aðila, en auk þess verður einkaaðilum boðin aðkoma að passanum.“ Gott og vel. Náttúrupassinn á að gilda á fáum afmörkuðum stöðum í eigu ríkisins. Einnig er tekið fram að svokallaðir einkaaðilar (lesist: eigendur að íslenskri náttúru), geti tekið þátt í náttúrupassanum. Hér er hlið á málinu sem alltof litla athygli hefur fengið. Lítum aftur á spurningu og svar á heimasíðu ráðuneytisins. Spurt er hvort náttúrupassinn komi í veg fyrir gjaldtöku einkaaðila á einstökum ferðamannastöðum. Svarið er: „Nei, einstakir landeigendur geta eftir sem áður í krafti eignarréttar síns rukkað aðgangseyri á sína staði“. Það er nefnilega það! Ímyndum okkur „eiganda“ að mjög sérstökum fossi sem við köllum Skvettifoss og hefur sterkt aðdráttarafl. Eða annan „eiganda“ sem á goshver sem við köllum Þeysi með ekki veikara aðdráttarafl. Þegar ferðamannafjöldinn verður kominn í eina milljón, heimsækja 50.000 ferðamenn árlega hvorn stað. Þessum svokölluðum „eigendum“ mun væntanlega ekki detta í hug að taka þátt í einhverjum valkvæðum náttúrupassasjóði, sem ríkið er að vasast með. Með smávægilegum úthlutunum eftir einhverjum samræmdum ríkisreglum. Nei takk kærlega! Þá er nú betra að leggja sitt eigið gjald á og hagnast pínulítið. Segjum 2.000 kall á haus. Það gerir 100.000.000.- (hundrað milljónir) árlega á hvorn stað. Versta útfærslan Þessi arfavitlausa hugmynd Ragnheiðar Elínar um náttúrupassa er óskiljanleg eins og margoft hefur verið bent á í ræðu og riti. Öðrum leiðum, sem eru einfaldari, skilvirkari, ódýrari, tekjudrýgri og betri til sátta meðal landsmanna og ferðamanna, hafnar ráðherra og velur verstu útfærsluna. Þarna undir er einnig heimild ráðherra til landeigenda, að aftengja lög um almannarétt Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Gæti það verið vegna þess að einhverjir munu hagnast verulega á útfærslu ráðherrans á náttúrupassanum með því að taka ekki þátt í passanum heldur rukka aðgangseyri prívat og persónulega? Getur verið að ástæðan sé sú að nú eigi að nota tækifærið og færa sameign þjóðarinnar í hendur á fámennum hópi svokallaðra landeigenda? Almannaréttur Íslendinga til umgengni á eigin landi hefur verið heilagur réttur frá landnámi. Ætli einhverjir hafi komið auga á tækifærið til að ræna rétti Íslendinga á frjálsri för um eigið land? Að hér skuli búa til stétt landgreifa með ótakmarkaðan rétt til gjaldtöku af íslenskum almenningi og erlendum ferðamönnum? Kvótakóngar í íslenskri náttúru? Hugmyndin að náttúrupassa Ragnheiðar Elínar er svo fjarstæðukennd að það má heita með ólíkindum að ráðherra, sem kosinn er á þing til að gæta hagsmuna almennings, skuli láta þvílíkt og annað eins frá sér fara. En það vekur einnig eftirtekt að ekkert heyrist frá svokölluðum landeigendum um málið. Virðist ekki vera mikil andstaða þar. Gæti verið að þeir séu dálítið ánægðir með hugmyndina?
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun