100 ár Árni Páll Árnason skrifar 28. desember 2015 00:00 Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Á líðandi ári fögnuðum við öll 100 ára kosningarétti kvenna. Á næsta ári fögnum við 100 ára afmæli verkalýðshreyfingar og stjórnmálasamtaka jafnaðarmanna, Alþýðusambandsins og Alþýðuflokksins. Hvort er öðru tengt: Með kosningarétti fátækra karla og eignameiri kvenna skapaðist fyrst forsenda fyrir annars konar stjórnmálaflokkum en gömlum forréttindaflokkum. Stjórnmálahreyfing jafnaðarmanna er því afsprengi almennari kosningaréttar og nýs valds þeirra hópa sem fram að því höfðu verið hornreka í íslensku samfélagi. Það eru stjórnmál sem tengja saman skynsemi og réttlæti, hug og hjarta. Í 100 ár höfum við barist fyrir stærstu framfaraskrefum íslenskrar þjóðar. Almenn lýðréttindi, vinnuvernd, almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, húsnæði, orlofsréttindi, lífeyrisréttindi, baráttan gegn kynbundnum launamun, aðgangur allra að menntun og heilbrigðisþjónustu, frjáls samkeppni og barátta gegn einokun og hringamyndun og opnun milliríkjaviðskipta: Allt hafa þetta verið baráttumál jafnaðarfólks í heila öld. Íslenskt samfélag er óþekkjanlegt frá því sem var fyrir 100 árum síðan og ekki síst fyrir baráttu jafnaðarfólks og verkalýðshreyfingar. En verkefnin verða áfram til. Ný tækni og opin landamæri hafa aukið möguleika fyrir venjulegt fólk til aukinna áhrifa, en þau hafa líka dregið úr félagslegri samstöðu og ýtt undir efnalega misskiptingu. Forréttindaklíkur reyna enn sem fyrr að byggja múra um íslenskt efnahagslíf til að verjast samkeppni og skammta launafólki þannig lakari kjör en bjóðast í nágrannalöndunum. Svar jafnaðarfólks er enn sem fyrr opnun landamæra og samstaða með meðbræðrum og systrum um allan heim. Við trúum því enn sem fyrr að það sé betra að bæta hag allra en byggja múra í kringum okkur sjálf. Jafnaðarstefna 21. aldarinnar mun snúast um að nýta það einstaklingsfrelsi sem lýðræði, tækniframfarir og opnun landamæra hafa gert mögulegt, án þess þó að fórna því frelsi frá skorti og fátækt sem okkur tókst að auka í krafti almennrar samstöðu á liðinni öld. Með hug og hjarta berjumst við áfram fyrir tækifærum fyrir alla og réttlátri skiptingu landsins gæða.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun