300 kr./lítrinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir?
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun