Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun