Börn og íslenskt táknmál Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Hjördís Anna Haraldsdóttir skrifar 10. desember 2015 07:00 Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Aðgengi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna að málsamfélagi íslenska táknmálsins er samofið möguleika þeirra til þroska, menntunar og lífsgæða. Lagaleg staða íslenska táknmálsins sem og réttur til menntunar í íslensku táknmáli og á íslensku táknmáli hefur styrkst á undanförnum árum. Þó virðist sem á skorti í framkvæmd laganna og skilning á í hverju máluppeldi heyrnarlausra/heyrnarskertra barna, daufblindra barna og barna döff foreldra felst. Sérstaklega hvað varðar mikilvægi félagslegra samskipta í málsamfélagi íslenska táknmálsins. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur í árlegum skýrslum sínum vakið athygli á máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Fram hefur komið að nefndin hafi rökstuddan grun um að víða sé pottur brotinn í stefnumótun um málumhverfi og máluppeldi heyrnarlausra og heyrnarskertra barna. Bendir nefndin á að börnin hafi ekki aðgang að íslensku táknmálssamfélagi og málið sé ekki kennslumál á sama hátt og íslenska. Þessi afstaða til málanna valdi því að börnin hafa ekki aðgang að virku tvítyngi. Einnig hefur nefndin fjallað um stöðu íslenska táknmálsins innan grunnskólans og bendir á að mörg heyrnarskert, heyrnarlaus börn komist aldrei í snertingu við ÍTM, hvorki heima fyrir né í skólanum. Á okkar grunnskólagöngu var skólalóðin í okkar huga Táknmálsland. Á skólalóðinni var íslenska táknmálið sjálfsagt mál og þar hitti maður fólk á öllum aldri. Allri þekkingu var safnað saman á þennan stað og íslenska táknmálsumhverfið blómstraði. Við kynntumst eldri kynslóðum nógu vel til að þekkja þær seinna og við ólumst upp með yngri kynslóðinni.Eignuðumst menningarlega samsemd Við fengum málsamfélag íslensks táknmáls, málfyrirmyndir, tungumál og skilning á tilveru okkar. Þar eignuðumst við menningarlega samsemd í eigin menningu og lærðum að takast á við líf okkar sem heyrnarlausir einstaklingar í heyrandi menningarheimi. Íslenska táknmálið lagði grunn að menntun okkar og þeim lífsgæðum sem við njótum í dag. Öllum börnum sem greinast heyrnarlaus eða alvarlega heyrnarskert ætti að standa til boða að læra íslenskt táknmál og fá að ganga í skóla, sem býður upp á ríkulegt málumhverfi á táknmáli. Með því að gefa þeim kost á að læra íslenskt táknmál og tryggja þeim nægan aðgang að frjóu og jákvæðu málsamfélagi stuðlum við að tvítyngdu máluppeldi þeirra, íslensku táknmáli og íslensku, félagsmótun og menningarlegri samsemd. En til þess að svo megi verða þarf að vera lifandi og aðgengilegt táknmálsmálumhverfi í leik- og grunnskólum. Við vitum af eigin raun hve mikilvægt táknmálsumhverfið er fyrir þroska einstaklingsins s.s. félagsfærni og rökhugsun. Á vettvangi Félags heyrnarlausra leitum við allra mögulegra leiða til að tryggja heyrnarlausum/heyrnarskertum börnum jafna möguleika til þátttöku í samfélaginu á grundvelli íslensks táknmáls. Við lítum á það sem samfélagsábyrgð okkar að tryggja að börnin hafi aðgang að táknmálsumhverfinu og málfyrirmyndum. Það gerum við með því að veita stjórnvöldum aðhald en einnig með því að halda uppi félagsstarfi fyrir börnin og fjölskyldur þeirra til að auka aðgengi þeirra að táknmálssamfélaginu. Ef þú ert foreldri barns með skerta heyrn hvetjum við þig til að gefa barninu þínu möguleika á að læra íslenskt táknmál og stuðla að því að það nái virku tvítyngi. Foreldrum og aðstandendum heyrnarlausra og heyrnarskertra barna stendur til boða ráðgjöf og ókeypis námskeið í íslensku táknmáli hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun