Ban Ki-moon segir viðræðurnar á COP21 þær erfiðustu sem hann hefur komið að Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2015 16:30 Ban Ki-moon segist hafa tekið þátt í mörgum flóknum samningaviðræðum en viðræður á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær erfiðustu. Vísir/Getty Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“ Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir að samningaviðræðurnar á Loftlagsráðstefnunni í París séu þær flóknustu og erfiðustu sem hann hafi nokkurn tíma tekið þátt í. Hann segir að enn sé ágreiningur á milli þeirra tæplega 200 ríkja sem taka þátt í ráðstefnunni en segir að það sé mikilvægt að þau leggi til hliðar hagsmuni sína svo hægt sér að komast að sameiginlegri niðurstöðu.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: „Við höfum bara 15 ár“„Þetta er ekki augnablikið til þess að tala um hagsmuni einstakra ríkja. Góð hnattræn lausn mun styðja góðar lausnir heima fyrir,“ sagði Ban Ki-moon. „Ég kalla á ríki heimsins til þess að komast að lokaniðurstöðu fyrir mannkynið allt.“ „Ég hef tekið þátt í mörgum erfiðum samningaviðræðum en það er alveg sama hvaða mælikvarða er beitt, þessar samningaviðræður eru þær erfiðustu, en jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið,“ bætti hann við.Sjá einnig: Stöð 2 á COP21: Ísland leiðarvísir í orkubúskap og landgræðsluBan hélt ræðuna á lokaspretti ráðstefnunnar sem staðið hefur yfir í tvær vikur en mun ljúka um helgina. Fulltrúar þeirra ríkja sem taka þátt hafa reynt að semja um lagalega bindandi alþjóðasamning sem fær ríki heimsins til þess að draga úr kolefnisútblæstri.Unnið fram á nótt Um 150 leiðtogar, þar á meðal Barack Obama og Xi Jinping sem fara fyrir tveimur helstu útblástursríkjum jarðarinnar, Bandaríkjunum og Kína, mættu á ráðstefnuna en létu eftir sviðið fyrir samningamenn og sérfræðinga sem sjá um viðræðurnar. „Við erum alveg að koma að enda vegsins,“ sagði Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og forseti ráðstefnunnar, sem var vakandi í alla nótt til þess að liðka fyrir samningaviðræðunum.Sjá einnig: Bandaríkin til liðs við ESB-ríkin og fleiriLord Stern, hagfræðingur og sérfræðingur í loftlagsmálum segir að andrúmsloftið sé mun betri á þessari loftlagsráðstefnu en þeim sem áður hafa farið fram. „Ég held að hér geri allir sér grein fyrir því að mannkynið standi frammi fyrir mikilli hættu.“
Loftslagsmál Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira