Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 13:08 Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. Vísir/GVA Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira