Sævar Helgi um bestu loftsteinadrífu ársins: „Hvet landsmenn til að horfa til himins næstu kvöld“ Atli Ísleifsson skrifar 12. desember 2015 13:08 Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. Vísir/GVA Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“ Fréttir ársins 2015 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Búast má við allt að 120 stjörnuhröpum á klukkustund þegar loftsteinadrífan Geminítar nær hámarki á sunnudags- og mánudagskvöld. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, bendir á að þó að drífan nái hámarki annað kvöld og á mánudagskvöld þá séu góðar líkur á að eitthvað muni sjást í kvöld, enda veðurspáin ágæt víða á landinu. „Ég hvet því landsmenn til að líta til himins líka í kvöld.“ Sævar Helgi segir Geminítar vera árlega loftsteinadrífu sem ávallt sé skemmtilegt að fylgjast með þar sem mögulegt sé að sjá mörg stjörnuhröp á stuttum tíma. „Þau geta orðið býsna björt og áberandi. Fólk hefur verið að taka eftir stjörnuhröpum úr þessari drífu undanfarna daga svo það er um að gera að fylgjast með.“Farið úr bænum Sævar Helgi segir best að fara út úr bænum til að losna við ljósmengunina og horfa til himins í klukkutíma eða tvo. „Svo má náttúrulega njóta norðurljósanna í leiðinni. Það fer reyndar eftir hvað klukkan er hjá fólki en það er gott að finna stjörnumerkið Tvíburana, sem er rétt hjá Orion, sem margir kannast við, og horfa í þá átt, en á þeim slóðum ætti fólk að geta séð stjörnuhröp. Galdurinn er þá að klæða sig vel, taka með sér eitthvað heitt að drekka, kakó eða eitthvað, horfa til himins og njóta dýrðarinnar.“ Aðstæður til að fylgjast með Geminítum þetta árið eru góðar því tunglið er vaxandi sigð, aðeins nokkurra daga gamalt og truflar þess vegna ekkert. Á vef Stjörnufræðivefsins segir að flestar loftsteinadrífur megi rekja til ísagna sem hafi losnað af halastjörnum á leið þeirra í kringum sólina. „En Geminítar eru harla óvenjulegir. Þá má nefnilega rekja til smástirnis – ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 3200 Phaethon og er aðeins 5 km að stærð. Ef til vill hefur efni losnað af því þegar það gerðist nærgöngult við sólina. Satt að segja er það þó ekki vitað.“
Fréttir ársins 2015 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira