Veik börn Bjarni Már Magnússon skrifar 16. desember 2015 07:00 Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun