Veik börn Bjarni Már Magnússon skrifar 16. desember 2015 07:00 Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Brottvísun veikra barna úr landi hefur verið í brennidepli. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á nokkrum atriðum. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1989 hefur að geyma ákvæði sem snerta réttindi veikra barna. Ísland fullgilti samninginn árið 1992. Auk þess hefur sáttmálinn verið innleiddur í íslenskan landsrétt með lögum nr. 19 frá 2013 sem öðluðust gildi sama ár. Barnasáttmálinn er þar með íslenskur landsréttur sem stjórnvöldum ber að fylgja auk þess sem þau eru bundin af honum að alþjóðalögum. Í ákvæðum Barnasáttmálans felst viðurkenning á að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun. Hornsteinn sáttmálans – og reyndar allrar löggjafar um börn – er sú meginregla að allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er þeim fyrir bestu. Réttindi veikra barna Í 1. mgr. 24. gr. Barnasáttmálans er kveðið á um eftirfarandi: „Aðildarríki viðurkenna rétt barns til að njóta besta heilsufars sem hægt er að tryggja, og aðstöðu til læknismeðferðar og endurhæfingar. Aðildarríki skulu kappkosta að tryggja að ekkert barn fari á mis við rétt sinn til að njóta slíkrar heilbrigðisþjónustu.“ Í ljósi þessa ákvæðis má velta fyrir sér hversu langt skylda Útlendingastofnunar nær til að kanna ástand heilbrigðiskerfis ríkis þegar veiku barni er vísað úr landi og hvernig læknismeðferð það fær þar nákvæmlega. Ætla má að sú skylda sé mjög rík. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort það verði ekki að hafa umrætt ákvæði Barnasáttmálans í huga þegar 2. mgr. 12. gr. f. útlendingalaga er skýrð en ákvæðið kveður á um að veita megi dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða ef útlendingur getur sýnt fram á ríka þörf á vernd, t.d. af heilbrigðisástæðum. Við það mat á að taka sérstakt tillit til slíkra sjónarmiða ef um barn er að ræða og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðunina.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar