Þjóðargátt til nýs fullveldis Gauti Kristmannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun