Þjóðargátt til nýs fullveldis Gauti Kristmannsson skrifar 1. desember 2015 07:00 Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í dag 1. desember fögnum við Íslendingar fullveldinu sem við fengum formlega fyrir tæpum 100 árum. Raunar fer lítið fyrir hátíðahöldum á þessum degi, okkur þykir þetta fullveldi einhvern veginn sjálfsagt. En er það svo? Pólitískt fullveldi okkar Íslendinga fékkst ekki einungis með samningaviðræðum við Dani, heldur fyrst og fremst vegna þess að við áttum það sem kalla má menningarlegt fullveldi þjóðar, okkar eigið tungumál, okkar eigin bókmenntir ritaðar á þessu tungumáli og okkar eigin sögu, skráða af okkur sjálfum. Þetta eru ekki sjálfsagðir hlutir hjá lítilli nýlenduþjóð og þeir skiptu öllu máli í kröfum okkar um sjálfstætt, fullvalda ríki, því við upphaf nítjándu aldar var það naumast þjóð sem ekki átti þessa menningarlegu arfleifð sem við áttum, allra síst svo fámenn sem Íslendingar voru þá og eru raunar enn í alþjóðlegum samanburði. Tæknibyltingar Núna, tæpri öld eftir hinn pólitíska sigur stöndum við Íslendingar sem þjóð hins vegar frammi fyrir síst minni áskorun, áskorun sem getur leitt til þess að við glutrum niður tengslunum við arfleifð okkar áður en við áttum okkur á því. Þetta snýst vitaskuld um tæknibyltingu tölvanna og Netsins og stöðu okkar í þeim heimi sem það skapar. Allar meiri háttar tæknibyltingar upplýsingamiðlunar hafa gríðarlegar breytingar í för með sér. Innleiðing ritmáls á Íslandi var ein, prentverkið önnur, útvarpið þriðja, sjónvarpið fjórða. Í öllum þessum tilfellum bárum við gæfu til að mæta þeirri áskorun með því að tengja þessar tæknibyltingar við menningararfleifð okkar og komum þannig í veg fyrir að hún rofnaði og yrði í mesta lagi að minnismerki um fyrri afrek. Netið er auðvitað stórkostleg tæknibylting að mörgu leyti, þótt hún eigi sínar skuggahliðar og við höfum hamast nokkuð vel í þeim ólgusjó sem hún veldur. En það er auðvelt að missa af lestinni og það eru nokkur augljós hættumerki sem við verðum að huga að ef svo á ekki að fara. Þetta snýst ekki aðeins um þörfina fyrir aðlögun tölvutækninnar að íslensku máli, sem vissulega er forgangsmál og forsenda fyrir að ekki fari illa. Þetta er hins vegar stærra mál en svo; í hnattvæðingu Netsins gilda aðrar reglur en í hinum gamla heimi þjóðríkjanna með sín einangruðu mennta- og upplýsingakerfi. Í hnattvæðingu Netsins er íslenskur markaður undir einu prómilli að stærð og það er útilokað að við getum fótað okkar þar með svipuðum hætti og við gerðum á 20. öld, sem pólitískt fullvalda lýðræðisríki, ríki sem getur sett reglur og búið til sérhæfðar stofnanir til að viðhalda arfleifðinni og því menningarlega fullveldi sem gerir okkur að þeirri þjóð sem við erum. Hvað þarf að gera? Sú menningarlega sköpun sem fram fer í þessu landi byggir enn á því menningarlega fullveldi sem við höfum, en það getur orðið þannig að þessi sköpun verði að mestu leyti undir stjórn stórfyrirtækja úti í heimi. Þau hafa vitanlega arðsemi sína að leiðarljósi og lái þeim hver sem vill. En fái þau að stýra menningarneyslu Íslendinga og mestallri dreifingu þeirrar sköpunar sem fer fram í landinu, þá grefur það óhjákvæmilega hratt undan menningarlega fullveldinu og sköpuninni í landinu. Við þurfum því að taka menningu okkar, bæði arfleifðina og samtímasköpunina og finna þeim farveg þar sem við höfum stjórn á dreifingunni og sköpunarforsendum. Þetta á auðvitað helst við um þær greinar menningarinnar sem dreifa má með stafrænum hætti, tónlist, bókmenntir, kvikmyndir. Tónlistin er þegar komin langleiðina út í það ástand sem sjá má fyrir sér að ríki á öðrum sviðum. Stórfyrirtæki á borð við Spotify dreifa íslenskri tónlist og hirða bróðurpartinn af hagnaðinum sem hlustun á þá tónlist skapar. Hvað er þá til ráða? Þjóðargátt íslenskrar menningar Við þurfum að skapa gátt fyrir íslenska menningu þar sem hægt er að dreifa íslenskri sköpun þannig að þeir sem starfa við hana fái eðlilegan arð af vinnu sinni; við þurfum gátt fyrir menningararfleifðina þar sem hægt er að sýna hana um allan heim á Netinu og stuðla að varðveislu hennar; við þurfum gátt sem viðheldur tungunni og samhenginu í menningunni, við þurfum eina Þjóðargátt þar sem allir geta komið sinni sköpun að, listamenn, fyrirtæki, söfn og mennta- og ferðamálayfirvöld. Ef við náum þverpólitískri samstöðu (því öðruvísi gerist það ekki) gætum við orðið fyrsta fullvalda ríkið sem viðheldur fullveldi sínu á nýrri öld Netsins með því að nýta sér tækifæri þess til að dreifa sjálf sköpunarverkum þjóðarinnar, án þess að stórfyrirtæki utan lands hirði bróðurpartinn af arðinum. Þjóðin yrði sjálf í áskrift að þessari þjónustu með streymi og allir utan lands, sem áhuga hafa á íslenskri menningu, bókmenntum, kvikmyndum, tónlist hefðu aðgang að þessari þjónustu fyrir sanngjarnt gjald. Aðalatriðið er að þessi þjóðargátt yrði ekki rekin með hagnaðarsjónarmiðum og að allir, sem hér sinna sköpun sem dreifa má stafrænt, hefðu aðgang að henni fyrir sín verk. Þannig væri slík gátt ekki einungis menningarleg nýsköpun, heldur einnig lýðræðisleg. En tíminn er naumur, verði ekki brugðist við núna og tekið á þessu með myndugleik verður þess kannski ekki langt að bíða að við verðum nýlenda aftur, ekki endilega í pólitískum skilningi, heldur menningarlegum. Fullveldið er nefnilega ekkert sjálfsagður hlutur, það þarf að endurnýja það í breyttum heimi og það gerir það enginn fyrir okkur.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun