Færri jólagjafir úr H&M í ár Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 9. desember 2015 00:01 Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Verslunarferðir til útlanda hafa verið vinsælar hjá Íslendingum undanfarin ár. Þar eru jólagjafa- og jólafatakaupin afgreidd hratt og örugglega en það hefur skilið innlenda verslun eftir með heldur lítinn bita af jólakökunni. Þetta virðist þó vera að breytast ef marka má „H&M vísitöluna“. Í flestum þessara verslunarferða er sænski fatarisinn heimsóttur og þar eru keyptar helstu nauðsynjar. Hver kannast ekki við sænsku náttfatajólin þar sem hver gjöfin á fætur annarri er með merkimiða úr H&M? Gleðin fölnar á andlitum barnanna þegar enn einn sænskur mjúkur pakkinn er dreginn undan jólatrénu. Þessi þróun virðist þó vera að snúast við, því Íslendingar hafa verslað 22% minna í H&M í september, október og nóvember í ár en á síðasta ári samkvæmt greiningum úr Markaðsvakt Meniga. Ef verslun Íslendinga í verslunum Primark er skoðuð má sjá að hún er sex prósentum minni. Rúmlega 17 þúsund notendur Meniga eru í úrtakinu sem skoðað var en aldrei er unnið með persónugreinanlegar upplýsingar í greiningum Markaðsvaktar Meniga.Hvar verslum við þá? Þegar 20 söluhæstu fataverslanir landsins eru skoðaðar má sjá að meirihluti þeirra bætir við sig í sölu þessa þrjá mánuði samanborið við sömu mánuði í fyrra og í heildina er 7,8% meiri innlend fataverslun. Það er því líklegt að mjúkir pakkar verði á sínum stað undir jólatrjám landsmanna þó að færri verði í sænsku fánalitunum.Góður desember í vændum Verslun dregst þó saman hjá einhverjum íslensku verslananna sl. þrjá mánuði eins og gengur og gerist. Verslunareigendur geta þó verið vongóðir um að desember verði góður þar sem Íslendingar virðast hafa keypt minna af jólagjöfum og jólafötum í utanlandsferðum sínum sl. þrjá mánuði en þeir gerðu í sömu mánuðum í fyrra.Bara byrjunin? Það verður spennandi að fylgjast með þessari þróun sérstaklega þegar boðaðar tollaniðurfellingar taka gildi um áramótin. Ekki er ósennilegt að þær hafi haft einhver áhrif á minni verslun í H&M og Primark þar sem sumar innlendar verslanir hafa lækkað verð sín nú þegar. Íslendingar ættu því að geta gert góð kaup hér heima næstu misseri og notað utanlandsferðir sínar í annað en að troðfylla ferðatöskurnar af varningi úr H&M.
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar