Ísland verði kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 19:34 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Francois Hollande, forseti Frakklands, á Hringborði Norðurslóða á Íslandi á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð. Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ávarpaði í dag loftslagsráðstefnuna sem fram fer í París í skugga hryðjuverkanna í borginni þann 13. nóvember síðastliðinn. „Í dag beinast augu heimsbyggðarinnar að París,“ sagði Sigmundur sem kvað París vera vonarvita. „Það er von mín að París muni leiða til samkomulags sem mun koma í veg fyrir geigvænlegar loftslagsbreytingar. Samkomualg sem mun uppfylla þá von að heimsbyggðin geti í raun sameinast í baráttu sinni við þennan mikla vanda.“Ísland verði kennslustofa um loftslagsbreytingar Hann sagði áhrif loftslagsbreytinga nú þegar sýnileg á Íslandi. „Jöklar okkar hopa. Við höfum ákveðið að efla eftirlit með jöklunum okkar og gera niðurstöðurnar sem og jöklana aðgengilegri fyrir gesti og almenning. Ísland mun á sinn hátt verða kennslustofa um áhrif loftslagsbreytinga. Ef ekki verður gripið til aðgerða gætu jöklar á Íslandi horfið að mestu leyti innan 100 ára,“ sagði Sigmundur og bætti við að svipaða sögu væri að segja af öllu Norðurheimskautasvæðinu. Eina leiðin til að sporna við þessari þróun væri að minnka útblástur koltvísýrings en í þeim efnum hefðu Íslendingar náð miklum árangri. „Við fáum nær 100% allrar orku til rafmagnsframleiðslu og húshitunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum sem er stórt skref í átt að kolefnahlutlausu hagkerfi. En við verðum að gera meira,“ sagði Sigmundur. Því næst reifaði hann sóknaráætlun íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.Íslendingar styðji metnaðarfullt Parísarsamkomulag Sigmundur sagði Íslendinga vilja setja gott fordæmi heimafyrir en um leið að stuðla að grænni framtíð á alþjóðavísu. „Við erum nú vonandi aðeins örfáum dögum frá því að ná sögulegum áfanga. Loftslagssamningi sem mun taka til nær alls útblásturs í heiminum sem og veita aðstoð við aðlögun og grænan vöxt í þróunarlöndum. Kolefnisjöfnun hagkerfa okkar er flókið og viðamikið verkefni en við verðum að nálgast það með jákvæðu, lausnarmiðuðu hugarfari. Markmið okkar í seilingarfjarlægð. Ísland styður metnaðarfullt Parísarsamkomulag sem mun halda okkur innan 2 gráðu markmiðsins,“ segir Sigmundur sem segir Íslendinga ætla að gera sitt í átt að kolefnasnauðri framtíð.
Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira