Skoðun

Listin að lifa saman

Derya Ozdilek og Toshiki Toma skrifar
Við höfum tekið skref í þá átt að geta sagt það list að lifa saman. List sem skapast af fjölbreytileika mannlífs, ólíkum bakgrunni okkar, venjum, gildum, menningu og trúararfi.

Við trúum því að fjölbreytileiki leysi ekki einungis úr læðingi sköpunarkraft í samfélaginu, heldur gegni mikilvægu hlutverki í þeirri list að lifa saman. Á þeirri trú byggjum við í Neskirkju og Félagi Horizon það samstarfsverkefni að halda Ashura-hátíð að tyrkneskum sið.

Markmiðið er að sýna fram á að hver samfélagshópur eigi sín litbrigði og sinn sess í samfélaginu. Með því að leggja saman litbrigði samfélagshópa skapast það sem við nefnum listina að lifa saman. Innblástur verkefnisins kemur frá Nóa spámanni. Þegar Nói fann loks þurrt land fagnaði hann með því að útbúa búðing með þeim ólíku hráefnum sem hann fann.

Þrátt fyrir að hráefnin hafi verið óvenjuleg og ólík að lit og lögun, var útkoman svo góð að hefðinni hefur verið viðhaldið til okkar daga.

Í Ashura-búðingnum, sem boðið verður upp á á hátíðinni, hefur hvert hráefni sitt sérkennandi bragð, sitt litbrigði og sín áhrif á bragðlauka og líkama þess sem neytir. Hvert hráefni er einstakt og hefur sín sérkenni. Ashura táknar þann fjölmenningar- og fjöltrúarbragðaheim sem við lifum í og samanstendur af ólíkum einstaklingum og þjóðfélagshópum, sem hafa hvert sitt sérkenni og hlutverk við að mynda litríkt samfélag.

Öll höfum við okkar sérkenni að leggja til samfélagsins. Hvern einstakling skyldi virða og elska af eigin verðleikum og þeirri elsku náum við með því að koma saman sem eitt mannkyn.

Þess vegna erum við, í Neskirkju og Félagi Horizon, innblásin af sögunni af Ashura-búðingi Nóa spámanns.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×