Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni?
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun