Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni?
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar