Umfjöllun: Pólland - Ísland 4-2 | Hrun í síðari hálfleik 13. nóvember 2015 21:45 Kolbeinn fellur í teignum. Stuttu síðar var dæmd vítaspyrna sem Gylfi nýtti. vísir/ap Mjög slakur síðari hálfleikur varð Íslandi að falli í 4-2 tapi gegn Póllandi í vináttulandsleik, en leikið var í Póllandi í kvöld. Ísland leiddi í hálfleik, 1-0. Leikurinn var fyrsti liðurinn í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Gylfi kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var vörnin hins vegar götótt og mörkin láku inn. Lokatölur 4-2 sigur Pólverja. Byrjunin hjá Íslandi var draumi líkast. Eftir þrjár mínútur vann Kolbeinn Sigþórsson boltinn rétt fyrir utan teiginn hjá Póllandi, keyrði á vörnina og fiskaði víti. Gylfi Sigurðsson steig á punktinn og skoraði eitt öruggasta víti sem hefur verið tekið á Stadion Narodowy í Varsjá, en Kolbeinn þurfti að fara af velli nokkru síðar vegna meiðsla. Strákarnir héldu vel á spilunum eftir það. Þeir spiluðu agaðan og góðan varnarleik þar sem Aron Einar Gunnarsson stýrði miðjunni mjög vel og þar fyrir aftan voru Ragnar og Hólmar Örn mjög traustir. Inn á milli átti Ísland fínar sóknir. Ein þeirra skilaði nærri marki, en skot Gylfa var þó naumlega framhjá. Ísland einu marki yfir í hálfleik og fyrri hálfleikurinn virkilega jákvæður, bæði varnar- og sóknarlega, en einu neikvæðu fréttirnar voru meiðsli Kolbeins Sigþórssonar.Strákarnir okkar fagna marki Alfreðs.vísir/adam jastrzebowskiÍ hálfleik gerðu Lars og Heimir tvær breytingar. Rúnar Már Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason komu inná. Byrjunin á síðari hálfleik var ekki merkileg hjá Íslandi; liðið hélt boltanum illa innan liðsins og Pólverjar færðu sig upp á skaftið. Söknuður af Aroni og Birki sem eru liðinu rosalega mikilvægir. Kamil Grosicki jafnaði svo eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik með hörkuskoti, en þar hefði Ögmundur líklega getað gert betur. Stundarfjórðungi síðar var staðan skyndilega orðni 2-1 og einhverjir héldu þá að Pólverjar myndu salla inn mörkum á okkur, enda var Ísland í vandræðum á þeim tímapunkti. Alfreð Finnbogason var ekki á sama máli. Hann fékk boltann af harðfylgi inn fyrir vörn Pólverja og skoraði með góðu skoti framhjá Szczesny í markin og staðan skyndilega orðin 2-2. Vel gert hjá Alfreð sem hefði þó getað skorað annað mark skömmu síðar, en þá avr hann of lengi að athafna sig og varnarmenn Pólverja komust fyrir. Eftir það snerist leikurinn upp í hendur Pólverja. Þeir fengu góð færi og varnarleikur Ísland í heild sinni var slakur. Robert Lewandowski bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en síðara markið átti Ögmundur Kristinsson að verja. Lokatölur 4-2. Aron Einar Gunnarsson fór af velli í hálfeik og í síðari hálfleik fengu strákarnir á sig fjögur mörk. Það þarf ekki stjörnufræðing til að sjá að hann er liðinu gífurlega mikilvægur og jafnvel mikilvægari en einhverjir halda. Varnarleikur liðsins var ekki nægilega góður, þá ser í lagi í síðari hálfleik. Liðið fékk á sig fjögur mörk, en fékk á sig sex mörk í tíu leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Ekki gott, en vissulega vantaði Hannes og Kára í öftustu línurnar og spiluðu þeir all flesta leikina í riðlinum. Ísland fékk þó nokkur færi og það er eitthvað jákvætt sem þjálfararnir taka út úr leiknum, en strákarnir okkar hefðu getað skorað fleiri mörk. Hólmar Örn og Ragnar voru ágætir saman, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gylfi er alltaf yfirvegaður og spilar nánast alltaf vel og nýliðinn Arnór Ingvi komst vel frá frumraun sinni. Hann mun klárlega vera í plönum þjálfaranna í næstu leikjum. Liðið saknaði vinnslusemi Arons Einars og Birkis í síðari hálfleik. Ísland mætir Slóvakíu á þriðjudag og munum við þá líklega fá einhverja aðra tilraunastarfsemi en sást í kvöld. Þar verður athyglisvert að sjá hvort Ingvar Jónsson, Hjörtur Hermannsson, Oliver Sigurjónsson og fleiri fái að spreyta sig. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Mjög slakur síðari hálfleikur varð Íslandi að falli í 4-2 tapi gegn Póllandi í vináttulandsleik, en leikið var í Póllandi í kvöld. Ísland leiddi í hálfleik, 1-0. Leikurinn var fyrsti liðurinn í undirbúningi Íslands fyrir undankeppni EM sem fram fer í Frakklandi næsta sumar. Gylfi kom Íslandi yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu og staðan var 1-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik var vörnin hins vegar götótt og mörkin láku inn. Lokatölur 4-2 sigur Pólverja. Byrjunin hjá Íslandi var draumi líkast. Eftir þrjár mínútur vann Kolbeinn Sigþórsson boltinn rétt fyrir utan teiginn hjá Póllandi, keyrði á vörnina og fiskaði víti. Gylfi Sigurðsson steig á punktinn og skoraði eitt öruggasta víti sem hefur verið tekið á Stadion Narodowy í Varsjá, en Kolbeinn þurfti að fara af velli nokkru síðar vegna meiðsla. Strákarnir héldu vel á spilunum eftir það. Þeir spiluðu agaðan og góðan varnarleik þar sem Aron Einar Gunnarsson stýrði miðjunni mjög vel og þar fyrir aftan voru Ragnar og Hólmar Örn mjög traustir. Inn á milli átti Ísland fínar sóknir. Ein þeirra skilaði nærri marki, en skot Gylfa var þó naumlega framhjá. Ísland einu marki yfir í hálfleik og fyrri hálfleikurinn virkilega jákvæður, bæði varnar- og sóknarlega, en einu neikvæðu fréttirnar voru meiðsli Kolbeins Sigþórssonar.Strákarnir okkar fagna marki Alfreðs.vísir/adam jastrzebowskiÍ hálfleik gerðu Lars og Heimir tvær breytingar. Rúnar Már Sigurjónsson og Theodór Elmar Bjarnason komu inná. Byrjunin á síðari hálfleik var ekki merkileg hjá Íslandi; liðið hélt boltanum illa innan liðsins og Pólverjar færðu sig upp á skaftið. Söknuður af Aroni og Birki sem eru liðinu rosalega mikilvægir. Kamil Grosicki jafnaði svo eftir sjö mínútna leik í síðari hálfleik með hörkuskoti, en þar hefði Ögmundur líklega getað gert betur. Stundarfjórðungi síðar var staðan skyndilega orðni 2-1 og einhverjir héldu þá að Pólverjar myndu salla inn mörkum á okkur, enda var Ísland í vandræðum á þeim tímapunkti. Alfreð Finnbogason var ekki á sama máli. Hann fékk boltann af harðfylgi inn fyrir vörn Pólverja og skoraði með góðu skoti framhjá Szczesny í markin og staðan skyndilega orðin 2-2. Vel gert hjá Alfreð sem hefði þó getað skorað annað mark skömmu síðar, en þá avr hann of lengi að athafna sig og varnarmenn Pólverja komust fyrir. Eftir það snerist leikurinn upp í hendur Pólverja. Þeir fengu góð færi og varnarleikur Ísland í heild sinni var slakur. Robert Lewandowski bætti við tveimur mörkum áður en yfir lauk, en síðara markið átti Ögmundur Kristinsson að verja. Lokatölur 4-2. Aron Einar Gunnarsson fór af velli í hálfeik og í síðari hálfleik fengu strákarnir á sig fjögur mörk. Það þarf ekki stjörnufræðing til að sjá að hann er liðinu gífurlega mikilvægur og jafnvel mikilvægari en einhverjir halda. Varnarleikur liðsins var ekki nægilega góður, þá ser í lagi í síðari hálfleik. Liðið fékk á sig fjögur mörk, en fékk á sig sex mörk í tíu leikjum í undankeppni Evrópumótsins. Ekki gott, en vissulega vantaði Hannes og Kára í öftustu línurnar og spiluðu þeir all flesta leikina í riðlinum. Ísland fékk þó nokkur færi og það er eitthvað jákvætt sem þjálfararnir taka út úr leiknum, en strákarnir okkar hefðu getað skorað fleiri mörk. Hólmar Örn og Ragnar voru ágætir saman, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Gylfi er alltaf yfirvegaður og spilar nánast alltaf vel og nýliðinn Arnór Ingvi komst vel frá frumraun sinni. Hann mun klárlega vera í plönum þjálfaranna í næstu leikjum. Liðið saknaði vinnslusemi Arons Einars og Birkis í síðari hálfleik. Ísland mætir Slóvakíu á þriðjudag og munum við þá líklega fá einhverja aðra tilraunastarfsemi en sást í kvöld. Þar verður athyglisvert að sjá hvort Ingvar Jónsson, Hjörtur Hermannsson, Oliver Sigurjónsson og fleiri fái að spreyta sig.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira