Birkir Már: Ég er ekki í því að halda uppi fjörinu og dansa upp á borðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. nóvember 2015 15:15 Birkir Már Sævarsson er fastamaður í byrjunarliði landsliðsins. vísir/getty Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Komi Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, við sögu í vináttuleiknum gegn Slóvakíu í kvöld verður það hans 54. landsleikur. Leikurinn hefst klukkan 19.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Birkir Már byrjaði á bekknum í síðustu undankeppni en kom inn í fimmta leik gegn Kasakstan og eignaði sér stöðuna á ný. Þrátt fyrir að vera fastamaður meira og minna í landsliðinu sem hefur notið mikillar athygli undanfarin misseri hefur lítið borið á Birki í fjölmiðlum. Þessi 31 árs gamli Valsmaður hefur hægt um sig og lætur verkin tala inn á vellinum. Í afar skemmtilegu viðtali við fótbolti.net segir hann hreint út að hann hafi ekkert gaman af viðtölum eða athygli fjölmiðla. „Ég vil helst ekki vera í sviðsljósinu. Ég held að fólk sé kannski farið að átta sig á því en mér líður ekkert svakalega vel að fá athygli og vera í viðtölum. Ef ég gæti sleppt öllum viðtölum þá myndi ég gera það,“ segir Birkir. „Ég er ekkert að troða mér fremst. Ég reyni yfirleitt að vera fyrir aftan og líður mjög vel þar. Ég á fullt af félögum í hópnum sem ég umgengst en ég er ekki sá sem er í því að halda uppi fjörinu og vera dansandi upp á borðum.“ Birkir er giftur Stefaníu Sigurðardóttur sem hann kynntist í Menntaskólanum á Laugarvatni. Hún átti tvö börn fyrir og saman hafa þau eignast tvö þannig Birkir er fjögurra barna faðir. Og þau hjónin ætla að láta fjögur duga. „Við erum hætt núna. Það verður ekkert meira. Það yrði krísa. Þetta er alveg nóg í bili. Nú förum við að hugsa um að koma þessum börnum út í lífið og þá verðum við laus við þau af heimilinu þegar við erum í kringum fimmtugt,“ segir Birkir Már Sævarsson. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30 Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57 Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30 Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30 Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Ísland gæti lent í riðli með Englandi, Ítalíu og Danmörku á EM Það styttist óðum í það þegar kemur í ljós með hvaða þremur þjóðum Ísland lendir í riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakkalandi næsta sumar. 17. nóvember 2015 14:30
Aron Einar verður ekki með gegn Slóvakíu Landsliðsfyrirliðinn gat ekki æft í dag og verður ekki með í vináttuleiknum annað kvöld. 16. nóvember 2015 13:57
Heimir: Vildi mæta sterkasta liði Slóvaka Hvorki Marek Hamsik né Martin Skrtel verða með slóvakíska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Íslandi annað kvöld. 16. nóvember 2015 10:30
Heimir: Hef engar áhyggjur af þessum tapleikjum Landsliðsþjálfarinn segir það verið skrítið að fá strákana upp á tærnar fyrir vináttuleiki þegar þeir eru nú þegar komnir á EM. 17. nóvember 2015 11:30
Tvær hliðar íslenska karlalandsliðsins Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið leik síðan liðið komst á EM og slök frammistaða í seinni hálfleik síðustu leikja á mikinn þátt í því. 17. nóvember 2015 06:00