Heimir: Fáum á okkur aulaleg mörk Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. nóvember 2015 23:18 Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck. vísir/vilhelm „Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda." Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa. Það eru svona mín fyrstu viðbrögð," segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari eftir tapið gegn Slóvökum í kvöld. „Mér fannst óþarfi að tapa þessum leik. Mörkin sem við fengum á okkur voru frekar aulaleg af okkar hálfu. Við erum ekki vanir því að gefa mörk eins og í þessari ferð. Það var líka margt jákvætt. Fyrri hálfleikur góður og mér fannst við hafa ágætis tök á leiknum. Fengum nýja menn inn en leiðinlegt að Rúnar og Arnór Ingvi skildu meiðast í byrjun. Það hefði verið gaman að sjá þá í lengri leik og ég var spenntur að sjá þá," segir Heimir en hann vildi líka líta á jákvæðu hliðarnar. „Þetta er lærdómur fyrir okkur sem og nýju mennina. Það er eitthvað til að hugsa um að við skulum missa niður forskot svona í síðari hálfleik. Við verðum eiginlega að passa okkur á því að skora ekki of snemma," segir Heimir léttur og hlær við. „Lærdómurinn hvað varðar spilið er að við töpum boltanum allt of fljótt í uppspilinu. Við verðum að leggja vinnu í að laga það. Við höfum auðvitað verið með nánast sama byrjunarliðið í öllum þessum leikjum í keppninni og það þýðir ekki að fara bara með plan A í lokakeppni. Það þarf því ákveðin fórnarkostnað er við tökum nýja leikmenn inn í kerfið hjá okkur. „Við vorum til að mynda að prófa Birki Bjarna djúpan á miðjunni núna í fjarveru Arons Einars og mér fannst það vera jákvætt og koma vel út. Hann skilaði hlutverkinu mjög vel." Ögmundur fékk ósanngjarna útreiðÖgmundur Kristinsson.vísir/gettyÞað fengu margir nýir menn að spila í þessum tveim landsleikjum. Fannst Heimi þeir nýta sitt tækifæri nægilega vel? „Já, og kannski ekki bara í leikjunum heldur líka á æfingunum og þessu ferli að vera saman í tíu daga. Það er ósanngjarnt að dæma nýliða eftir fyrsta landsleik. Allir þessir strákar stóðu sig vel og við erum búnir að eyða tíu dögum í að kenna þeim hvernig við erum að spila og vinna saman. Þar er tímanum vel eytt hjá okkur og breikkar hópinn. Ef kallið kemur þarf ekki að kenna þessum strákum frá byrjun." Ögmundur Kristinsson markvörður hefur fengið mikla gagnrýni fyrir sína frammistöðu í síðustu tveim leikjum. „Mér fannst hann vera flottur í kvöld fram að jöfnunarmarkinu. Þá fór svolítið sjálfstraustið hjá honum. Þá komu spörk á eftir sem lýstu því enda venjulega frábær sparkari," segir Heimir sem fannst Ögmundur fá ómaklega gagnrýni eftir Póllands-leikinn síðasta föstudag. „Þar fékk hann útreið í fjölmiðlum sem mér fannst að mörgu leyti ósanngjörn. Hann er að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og heil þjóð sem treystir á hann. Það getur verið erfitt að höndla gagnrýni og vildum að hann myndi halda hreinu í kvöld því við þurfum virkilega á honum að halda."
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 3-1 | Strákarnir kveðja árið með tapi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði þriðja leiknum í röð og er án sigurs í síðustu fimm leikjum. 17. nóvember 2015 21:45