Bókajólin í burðarliðnum Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2015 14:15 Þær Sólveig, Hildur og Elsa taka sig vel út á toppi bóksölulistans. Bækur og jól eru tengd eins og flatbrauð og hangikjöt. Og í því samhengi skiptir bóksalan miklu. Sölulistarnir eru þær „bókmenntir“ sem rithöfundar og útgefendur rýna sig rauðeyga í þennan mánuðinn og þann næsta. Vísir mun spá í þessi spil fram að jólum og er með undir höndum sölulista sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, en auk þess getur að líta sölulisti Eymundsson, sem ekki er inni í samtölu bókaútgefenda.Hákarlarnir sæta færisJólabækurnar eru þegar farnar að gera sig líklegar á lista en á Topplistanum er Hrellirinn eftir Lars Kepler í fyrsta sæti en svo má hafa gaman af því að tengja saman titlana sem á eftir koma, Himneskt að njóta, Þarmar með sjarma og Íslensk litadýrð. Ef frá eru talin þau Kepler og Giulia Enders eru þrjár íslenskar konur sem tróna á toppi aðallistans. Þær Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir eru í öðru sæti með Himneskt er að njóta. Og í því fjórða er Elsa Nielsen með bókina Íslensk litadýrð. Þessir karlar vilja hrinda konunum af toppnum og eru til alls líklegir. Danski glæpasagnahöfundurinn Jussi Adler Olsen er í fimmta sæti en þá fer að bera á bókum sem útgefendur ætla stóra hluti á jólabókamarkaði: Einar Már með sína Hundadaga er í 6. sæti, Ólafur Þór og Viðar Brink á hæla hans með Gylfa Sigurðsson. Grínarinn og barnabókahöfundurinn David Walliams er í áttunda sæti með Grimma tannlækninn og þá grillir í þá Jón Gnarr og Arnald Indriðason í áttunda og níunda sæti; en útgefendur vænta þess að þeir muni vera í toppslagnum í jólasölunni þetta árið. Arnaldur hefur undanfarin ár verið á toppi sölulista og má spyrja hvort hann muni halda krúnunni sem kóngur bóksölulistanna. Svona lítur aðalbóksölulisti Félags bókaútgefenda út. Fjöldi íslenskra rithöfunda berjast um athyglinaBryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri félags bókaútgefenda, segir íslensk skáldverk vera að koma óvenju sterk inn í bóksölu síðasta mánaðar. „Í október í fyrra náði engin ný íslensk skáldsaga inn á topp 10 listann en nú eru þar þrjár sögur, Hundadagar Einars Más, Útlagi Jóns Gnarr og svo Þýska húsið hans Arnaldar, sem selt var í forsölu í október. Fáir vita meira um bóksölu en einmitt Bryndís Loftsdóttir. Hún segir þetta verða sterk skáldsagnabóksölujól. Bryndís fullyrðir að þetta verði sterk skáldverkajól; „auk ofangreindra höfunda þá eru metsöluhöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Bragi Ólafsson og Guðmundur Andri Thorsson öll að senda frá sér nýjar skáldsögur. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Iðunn Steinsdóttir bætast líka í hópinn en þær hafa báðar verið í flokki metsöluhöfunda barnabóka.“Fleiri bækur nú en í fyrra Þá nefnir Bryndís það að barnabókaútgáfa sé að eflast, greina megi 10 prósenta aukningu á útgáfu barnabóka og ungmennabókaflokkurinn, sem stofnaður var í fyrra, tekur mikinn vaxtarkipp; þar fjölgar bókum um 60 prósent. Bryndís er reyndar í stuði. Hún segir að í heildina sé um 5 prósent fleiri bækur eru í Bókatíðindum í ár heldur en í fyrra. „Bókatíðindin eru nú á leið í prentun, glæsilegur vitnisburður um ritfærni þjóðarinnar og trú útgefenda á að enn á ný verði bókin best metna og vinsælasta jólagjöf ársins. Bóksalar keppast við að raða upp nýjum bókum sem daglega berast úr prentsmiðjum og rithöfundar vappa á milli búða til þess að passa að bækur sínar séu sýnilegar væntanlegum kaupendum. Það fer ekkert á milli mála, árstími íslenskrar ritsnilldar er runninn upp, bara 50 dagar til jóla.“Tveir listar í gangi Óneitanlega er það til þess fallið að rugla myndina að tveir bóksölulistar eru í gangi. Eymundsson-listinn og svo listi bókaútgefenda. Inni í bóksölulista útgefenda eru sölutölur frá Hagkaup, Bónus, Kaupás, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Hópkaup, A4, Bókabúð Máls og menningar, Iða, Bóksala stúdenta og Bókabúð Forlagsins. Bryndís telur engan lista gefa betri mynd af heildarsölu í landinu. En, bóksala í bókaverslun Eymundsson er veruleg og hún hefur líkast til talsvert meira vægi, þegar svo langt er til jóla; bóksala í stórmörkuðum er ekki farin af stað svo neinu nemi. Vísir hefur einnig undir höndum þá lista sem gefnir verða út á morgun. Þeir í nokkrum atriðum frábrugðnir bóksölulista útgefanda, og ágætt að skoða hann til hliðsjónar; til að glöggva sig betur á stefnum og straumum. Þar er til að mynda Arnaldur kominn á toppinn en hann er í níunda sæti á lista útgefenda. Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson er í öðru sæti og í þriðja sæti er svo Mikael Torfason með glænýja bók, Týnd í paradís; illskilgreinanlegt verk því sagan er sannsöguleg og flokkast því varla með skáldverkum, þó Mikael teljist með skáldsagnahöfundum. Á þeim lista er svo Jón Gnarr í fimmta sæti og svo sá sem vermir toppsæti á sölulista útgefenda: Lars Kepler. Jólafréttir Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Bækur og jól eru tengd eins og flatbrauð og hangikjöt. Og í því samhengi skiptir bóksalan miklu. Sölulistarnir eru þær „bókmenntir“ sem rithöfundar og útgefendur rýna sig rauðeyga í þennan mánuðinn og þann næsta. Vísir mun spá í þessi spil fram að jólum og er með undir höndum sölulista sem Félag íslenskra bókaútgefenda gefur út, en auk þess getur að líta sölulisti Eymundsson, sem ekki er inni í samtölu bókaútgefenda.Hákarlarnir sæta færisJólabækurnar eru þegar farnar að gera sig líklegar á lista en á Topplistanum er Hrellirinn eftir Lars Kepler í fyrsta sæti en svo má hafa gaman af því að tengja saman titlana sem á eftir koma, Himneskt að njóta, Þarmar með sjarma og Íslensk litadýrð. Ef frá eru talin þau Kepler og Giulia Enders eru þrjár íslenskar konur sem tróna á toppi aðallistans. Þær Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir eru í öðru sæti með Himneskt er að njóta. Og í því fjórða er Elsa Nielsen með bókina Íslensk litadýrð. Þessir karlar vilja hrinda konunum af toppnum og eru til alls líklegir. Danski glæpasagnahöfundurinn Jussi Adler Olsen er í fimmta sæti en þá fer að bera á bókum sem útgefendur ætla stóra hluti á jólabókamarkaði: Einar Már með sína Hundadaga er í 6. sæti, Ólafur Þór og Viðar Brink á hæla hans með Gylfa Sigurðsson. Grínarinn og barnabókahöfundurinn David Walliams er í áttunda sæti með Grimma tannlækninn og þá grillir í þá Jón Gnarr og Arnald Indriðason í áttunda og níunda sæti; en útgefendur vænta þess að þeir muni vera í toppslagnum í jólasölunni þetta árið. Arnaldur hefur undanfarin ár verið á toppi sölulista og má spyrja hvort hann muni halda krúnunni sem kóngur bóksölulistanna. Svona lítur aðalbóksölulisti Félags bókaútgefenda út. Fjöldi íslenskra rithöfunda berjast um athyglinaBryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri félags bókaútgefenda, segir íslensk skáldverk vera að koma óvenju sterk inn í bóksölu síðasta mánaðar. „Í október í fyrra náði engin ný íslensk skáldsaga inn á topp 10 listann en nú eru þar þrjár sögur, Hundadagar Einars Más, Útlagi Jóns Gnarr og svo Þýska húsið hans Arnaldar, sem selt var í forsölu í október. Fáir vita meira um bóksölu en einmitt Bryndís Loftsdóttir. Hún segir þetta verða sterk skáldsagnabóksölujól. Bryndís fullyrðir að þetta verði sterk skáldverkajól; „auk ofangreindra höfunda þá eru metsöluhöfundarnir Yrsa Sigurðardóttir, Jón Kalman Stefánsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Stefán Máni, Auður Jónsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Bragi Ólafsson og Guðmundur Andri Thorsson öll að senda frá sér nýjar skáldsögur. Kristín Helga Gunnarsdóttir og Iðunn Steinsdóttir bætast líka í hópinn en þær hafa báðar verið í flokki metsöluhöfunda barnabóka.“Fleiri bækur nú en í fyrra Þá nefnir Bryndís það að barnabókaútgáfa sé að eflast, greina megi 10 prósenta aukningu á útgáfu barnabóka og ungmennabókaflokkurinn, sem stofnaður var í fyrra, tekur mikinn vaxtarkipp; þar fjölgar bókum um 60 prósent. Bryndís er reyndar í stuði. Hún segir að í heildina sé um 5 prósent fleiri bækur eru í Bókatíðindum í ár heldur en í fyrra. „Bókatíðindin eru nú á leið í prentun, glæsilegur vitnisburður um ritfærni þjóðarinnar og trú útgefenda á að enn á ný verði bókin best metna og vinsælasta jólagjöf ársins. Bóksalar keppast við að raða upp nýjum bókum sem daglega berast úr prentsmiðjum og rithöfundar vappa á milli búða til þess að passa að bækur sínar séu sýnilegar væntanlegum kaupendum. Það fer ekkert á milli mála, árstími íslenskrar ritsnilldar er runninn upp, bara 50 dagar til jóla.“Tveir listar í gangi Óneitanlega er það til þess fallið að rugla myndina að tveir bóksölulistar eru í gangi. Eymundsson-listinn og svo listi bókaútgefenda. Inni í bóksölulista útgefenda eru sölutölur frá Hagkaup, Bónus, Kaupás, Samkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Hópkaup, A4, Bókabúð Máls og menningar, Iða, Bóksala stúdenta og Bókabúð Forlagsins. Bryndís telur engan lista gefa betri mynd af heildarsölu í landinu. En, bóksala í bókaverslun Eymundsson er veruleg og hún hefur líkast til talsvert meira vægi, þegar svo langt er til jóla; bóksala í stórmörkuðum er ekki farin af stað svo neinu nemi. Vísir hefur einnig undir höndum þá lista sem gefnir verða út á morgun. Þeir í nokkrum atriðum frábrugðnir bóksölulista útgefanda, og ágætt að skoða hann til hliðsjónar; til að glöggva sig betur á stefnum og straumum. Þar er til að mynda Arnaldur kominn á toppinn en hann er í níunda sæti á lista útgefenda. Glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson er í öðru sæti og í þriðja sæti er svo Mikael Torfason með glænýja bók, Týnd í paradís; illskilgreinanlegt verk því sagan er sannsöguleg og flokkast því varla með skáldverkum, þó Mikael teljist með skáldsagnahöfundum. Á þeim lista er svo Jón Gnarr í fimmta sæti og svo sá sem vermir toppsæti á sölulista útgefenda: Lars Kepler.
Jólafréttir Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira