Miðasala á Björk hefst á morgun 27. mars 2007 10:11 Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Það hefur nú verið staðfest að breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á undan Björk í Höllinni. Hot Chip hefur notið mikillar virðinga og vinsælda hérlendis sem og annarstaðar fyrir rafskottna popptónlist sína. Breiðskífa Hot Chip, The Warning, toppaði árslista margra tímarita og tónlistarspekúlanta yfir bestu breiðskífur síðasta árs og var tilnefnd til hinna eftirsóttu Mercury Music Awards. Síðustu mánuði hafa lögin "Over & Over", "And I Was A Boy From School" og "Colours" læðst af dansgólfum og börum Reykjavíkurborgar inn á helstu vinsældarlista landsins. Hot Chip þykir einstök á tónleikum, eins og einhverjir Íslendingar hafa sannreynt, en hún hefur tvisvar leikið á tónleikum hérlendis; á Iceland Airwaves hátíðinni fyrir þremur árum og í mars 2005 á skemmtistaðnum NASA í kjölfarið á heimsútgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar Coming on Strong. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í ferli Hot Chip og nú er svo komið að þeir eru fengnir til að hita upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Reykjavík, þeim fyrstu í fyrirhugaðri heimstónlistarferð til kynningar á nýrri breiðskífu; Volta. Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Tónleikaferðin sem nú er að hefjast mun vara í 18 mánuði og er þetta með lengri ferðum sem Björk hefur farið í með tónlist sína. Áhersla verður lögð að fara til heimshluta sem hún hefur ekki farið til eða langt síðan að hún heimsótti. Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og kallar hún til liðsinnis við sig marga tónlistarmenn, en þar skal fyrst telja Timbaland, Mark Bell úr LFO, Konono n1, Toumani Diabate, Min Xiao-Fen, Chris Corsano og Brian Chippendale úr Lightning Bolt. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, miðvikudaginn 28. mars, stundvíslega klukkan 12:00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar (Kringlunni, Smáralind og Laugavegi 26), BT Egilstöðum, Selfossi og Akureyrir og á www.Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Miðagjald söluaðila er innifalið í miðaverðinu. Vefsíður:www.bjork.comwww.myspace.com/bjorkwww.hotchip.co.ukwww.myspace.com/hotchipwww.destiny.is Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Það hefur nú verið staðfest að breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á undan Björk í Höllinni. Hot Chip hefur notið mikillar virðinga og vinsælda hérlendis sem og annarstaðar fyrir rafskottna popptónlist sína. Breiðskífa Hot Chip, The Warning, toppaði árslista margra tímarita og tónlistarspekúlanta yfir bestu breiðskífur síðasta árs og var tilnefnd til hinna eftirsóttu Mercury Music Awards. Síðustu mánuði hafa lögin "Over & Over", "And I Was A Boy From School" og "Colours" læðst af dansgólfum og börum Reykjavíkurborgar inn á helstu vinsældarlista landsins. Hot Chip þykir einstök á tónleikum, eins og einhverjir Íslendingar hafa sannreynt, en hún hefur tvisvar leikið á tónleikum hérlendis; á Iceland Airwaves hátíðinni fyrir þremur árum og í mars 2005 á skemmtistaðnum NASA í kjölfarið á heimsútgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar Coming on Strong. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í ferli Hot Chip og nú er svo komið að þeir eru fengnir til að hita upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Reykjavík, þeim fyrstu í fyrirhugaðri heimstónlistarferð til kynningar á nýrri breiðskífu; Volta. Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Tónleikaferðin sem nú er að hefjast mun vara í 18 mánuði og er þetta með lengri ferðum sem Björk hefur farið í með tónlist sína. Áhersla verður lögð að fara til heimshluta sem hún hefur ekki farið til eða langt síðan að hún heimsótti. Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og kallar hún til liðsinnis við sig marga tónlistarmenn, en þar skal fyrst telja Timbaland, Mark Bell úr LFO, Konono n1, Toumani Diabate, Min Xiao-Fen, Chris Corsano og Brian Chippendale úr Lightning Bolt. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, miðvikudaginn 28. mars, stundvíslega klukkan 12:00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar (Kringlunni, Smáralind og Laugavegi 26), BT Egilstöðum, Selfossi og Akureyrir og á www.Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Miðagjald söluaðila er innifalið í miðaverðinu. Vefsíður:www.bjork.comwww.myspace.com/bjorkwww.hotchip.co.ukwww.myspace.com/hotchipwww.destiny.is
Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira