Fótbolti

Hólmfríður í byrjunarliðinu í 100. landsleiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hólmfríður kemst í 100 leikja klúbbinn í dag.
Hólmfríður kemst í 100 leikja klúbbinn í dag. vísir/vilhelm
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, er búinn að tilkynna byrjunarliðið sem mætir Slóveníu í undankeppni EM 2017 klukkan 17.00 í dag.

Ein breyting er á liðinu sem vann Makedóníu, 4-0, í síðustu viku. Hólmfríður Magnúsdóttir kemur inn í liðið fyrir Söndru Maríu Jessen.

Hólmfríður spilar í dag sinn 100. landsleik og verður sjöundi landsliðsmaðurinn og sjötta konan sem kemst í 100 leikja klúbbinn.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir tvo leiki en Slóvenía með þrjú stig eftir jafn marga leiki.

Vísir verður með beina lýsingu frá leiknum sem hefst klukkan 17.00.

Byrjunarlið Íslands í dag:

Markvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bavörður: Rakel Hönnudóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Anna Björk Kristjánsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir

Tengiliðir: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir (F)

Framherji: Harpa Þorsteinsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×