Eitt ár Stefanía gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 09:00 Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 25. október 2014 átti ég pantaðan tíma hjá miðli. Ég hafði áður farið til miðils þegar ég var 18 ára og fannst það bæði spennandi og skemmtilegt.Það var eitthvað sem kveikti þá löngun hjá mér að skella mér aftur og mætti ég í Sálrannsóknarfélagið mjög spennt yfir því hvað miðillinn hafði að segja. Það kom margt fróðlegt út úr þessum tíma og meðal annars spurningin hvort ég ætti nú ekki bara að hætta að drekka. Ég var eitt stórt spurningarmerki. Hætta að drekka? Ég? Núna? Hann minntist á að ég væri með það flottan persónuleika að ég væri í raun bara að skemma fyrir mér með því að vera blanda víni við hann. Jú, ég skal alveg viðurkenna að stundum fór ég yfir strikið og drakk meira en ég ætlaði, en var í raun ekkert að djúsa það mikið miðað við hvað ég gerði á framhaldsskólaárunum. Tíminn kláraðist og var þetta mjög stór partur af því sem ég tók með mér af fundinum. Að hætta að drekka. Það var löngu ákveðið að fara á djammið um helgina og var partí bæði föstudag og laugardag. Bæði kvöldin var ég töluvert fullri en ég ætlaði mér að vera en ótrúlega gaman samt og mjög eftirminnileg kvöld. Í dag er akkúrat eitt ár síðan að ég lá heima hjá mér virkilega þunn með glimmer út um allt andlit eftir ógleymanlegt halloween djamm. Það var þá sem ég fór að hugsa um miðlafundinn. Ætli ég sé ekki bara flottari edrú? Kannski er ég bara ein af þeim sem hef ekki stjórn á víni og það fer mér ekki? Einnig hugsaði ég út í alla þá kosti sem myndu fylgja því ef ég myndi hætta að drekka og reyndi svo að finna einhverja galla. Kostirnir voru það margir að ég hugsaði þetta alveg til enda. Og hætti.. já bara sí svona. Ég gerði ekkert af mér eða lenti ekki í neinu. Eg bara ákvað að hætta. Þessi ákvörðun breytti svo ótrúlega mörgu að það er lyginni líkast. Sannleikurinn er nú líka sá að ég var alls ekkert besta hliðin af sjálfri mér þegar ég var ölvuð. Ég drakk mjög oft 2-3 bjórum of mikið og var mjög æst og með mikið málæði. Fólk sem vildi ná tali af mér gat það með engu móti því ég var bara út um allt og þurfti að vera alls staðar og ekki missa af neinu. Ég var mjög uppátækjasöm og þá sérstaklega á mjög heimskulegum hlutum eins og að láta hýfa mig upp í flaggstöng... förum ekkert nánar út í það hér. Ég upplifði oft „blackout“ og var með stingandi samviskubit daginn eftir því ég var svo hrædd um að hafa gert eitthvað heimskulegt, því ég mundi ekki alveg allt kvöldið. Þó svo að framhaldsskólaárin hafi kannski verið hvað verst þá var ég nú orðin mun minni djammari þegar ég ákvað að hætta. Það kom samt allt of oft fyrir að þegar ég ákvað að fara á djammið að þá varð ég alltof full og bara alls ekkert skemmtileg. Ég átti mikla orku fyrir en hún fimmfaldaðist ef eitthvað er eftir að ég hætti að drekka. Ég fór að æfa töluvert meira en ég var vön og komst þar að leiðandi í alveg rosa gott form. Öll samskipti mín hafa þroskast mjög mikið og nýt ég þeirra meira. Mér finnst mun skemmtilegra að fara út á lífið í góðum félagsskap og geri mun meira af því eftir að ég hætti að drekka, vegna þess að ég þarf ekki að kvíða þynnku eða samviskubits. Ég fer út, á gott kvöld og sef svo alla þreytu úr mér og fer jafnvel á æfingu daginn eftir eða bara í „þynnkumat“ með vinkonunum. Margir upplifa þegar þeir ætla að vera edrú að djamma að vera böggaðir á því og vinirnir hneykslist á því. Kannski er ég svona ótrúlega lánsöm með vini og vinkonur eða að ég er bara svona ótrúlega skemmtileg edrú. Ég allavega upplifði þetta aldrei, fæ frekar alveg hellings hrós og stuðning sem er að sjálfsögðu alveg ómetanlegt. Á þessu eina ári hef ég þroskast helling og lært ótrúlega mikið inn á sjálfan mig svo það má segja að ég eigi sambandsafmæli með sjálfri mér. Margar aðstæður sem ég hef tæklað á mun betri hátt heldur en ef ég hefði gert það undir áhrifum. Því ég var alveg sú týpa að fara á djammið ekki alveg í nógu góðu standi andlega og gera einhvern skandal, sem ég held að margir þekki. Svo er það auðvitað hugarfarið. Ætlarðu að fara í bæinn og skemmta þér eða ætlarðu að fara í bæinn og drulla yfir fulla leiðinlega fólkið? Ég fer klárlega til að skemmta mér og þannig er lífið miklu betra. Það er enginn að lifa það fyrir þig svo njóttu á meðan þú getur gert það sem þú vilt! Ástæðan fyrir því að ég birti þetta er sú að þetta gerði mér svo ótrúlega gott þessi litla breyting í lífi mínu. Ef einhver er að hugsa um það að hætta að drekka þá finnst mér þetta vera hvatning fyrir þann einstakling. Maður þarf ekki endilega að sjá þetta sem vandamál. Ég horfi á þetta sem lífstílsbreytingu eins og þeir sem hætta að borða hveiti. Það er ekki eins og lífið hafi orðið eitt blómaskeið, heldur upplifði ég þetta eins og ég væri með meiri stjórn á öllu og það var allt svo skírt.
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer Skoðun
Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir Skoðun