Einn daginn berst bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2015 09:00 Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Draumur hins níu ára gamla albanska Petrit rættist á mánudagsmorgun. Hann og systur hans fengu að fara í skóla. Það er með ólíkindum að ekkert hafi bent til þess að Petrit, Laura og Janie fengu sjálfsagða ósk sína uppfyllta. Ef ekki hefði verið fyrir hugrakka foreldra sem sögðu Fréttablaðinu sögu sína væru börnin líklega enn að láta sér leiðast í galtómri íbúð. Ég efast ekki um að börnin í Laugarnes- og Laugalækjarskóla munu taka vel á móti nýju skólafélögum sínum. Sömuleiðis hafa fjölmargir borgarbúar sýnt vilja í verki og aðstoðað fjölskylduna að koma undir sig fótunum. Hins vegar er alls óvíst hve lengi börnin verða velkomin á Íslandi enda hefur ekki verið tekin afstaða til beiðni fjölskyldunnar um hæli. Afstaða Íslands til Dyflinnarreglugerðarinnar virðist vera sú að það sé skylda fyrir okkur að senda hælisleitendur aftur til næsta Schengen-ríkis, ekki að við höfum heimild til þess. Á meðan stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að verja tveimur milljörðum króna í aðstoð við flóttafólk og hælisleitendur næstu tvö árin stefnir í að vel liðnir Nígeríumenn, sem líta á Ísland sem sitt heimili, verði sendir úr landi á næstunni.Petrit litli vakti föður sinn með látum á mánudaginn og vildi drífa sig í skólann klukkan 6:30. Vafalítið var brosið á andliti hans ekki minna þá um morguninn en það var í lok dags eftir faðmlög skólafélaga. „Það er allt miklu betra núna. Ég eignast vini og leik við þá. Svo læri ég líka,“ sagði Petrit í sérstaklega fallegri kvöldfrétt Stöðvar 2. Það er sorglegt að hugsa til þess að einn daginn gæti beðið hans bréf í póstkassanum frá íslenskum yfirvöldum þess efnis að hans nærveru sé ekki lengur óskað.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar