Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Hermanni var vikið af velli þegar Fylkir gerði markalaust jafntefli við Víking í 21. umferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn. Þetta er í annað sinn í sumar sem Eyjamaðurinn er rekinn af velli en hann var einnig sendur upp í stúku í 4-2 tapi Fylkis fyrir Val.
Sjá einnig: Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu
Hermann tekur fyrri leikinn í banninu út þegar Fylkir fær FH í heimsókn í lokaumferð Pepsi-deildarinnar á laugardaginn og svo byrjar hann næsta tímabil í eins leiks banni.
Fylkismenn verða einnig án Ásgeirs Eyþórssonar og Ragnars Braga Sveinssonar en þeir taka út eins leiks bann vegna gulra spjalda á laugardaginn. Pétur Viðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH, missir einnig af leiknum í Árbænum vegna leikbanns.
Miðverðirnir Elfar Freyr Helgason og Bergsveinn Ólafsson verða báðir í leikbanni þegar Fjölnir og Breiðablik eigast við á laugardaginn.
Andri Fannar Stefánsson af leik Vals og Stjörnunnar og Víkingur verður án fyrirliða síns, Igor Taskovic, gegn KR. Þá fékk Leiknismaðurinn Eiríkur Ingi Magnússon eins leiks bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KR í síðustu umferð. Hann missir því af síðasta leik Leiknis í efstu deild í bili, gegn Keflavík suður með sjó á laugardaginn.
Hermann í tveggja leikja bann

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur
Valur vann sinn fyrsta deildarleik í rúman mánuð. Liðið vann sannfærandi sigur á Fylki í Laugardalnum.

Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu
Umræða um Hermann Hreiðarsson.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fylkir 0-0 | Andlaust jafntefli í Víkinni
Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis fékk rautt spjald þegar Víkingur og Fylkir gerðu markalaust jafntefli.

Hermann hótar því að fara að kenna Fylkismönnum að henda sér niður þrisvar í viku
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, fékk rauða spjaldið hjá velska dómaranum Iwan Griffith í gærkvöldi þegar lið hans tapaði 4-2 á móti bikarmeisturum Vals á Laugardalsvellinum í leik liðanna í 17. umferð Pepsi-deildarinnar.