Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 11:29 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann