30 milljónir í dagpeningagreiðslur Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2015 07:00 Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gegnt stöðu formanns utanríkismálanefndar. Það kostar mikla dvöl erlendis. vísir/stefán Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Þingmenn hafa farið til útlanda í 409 skipti á vegum þingsins það sem af er þessu kjörtímabili og hafa verið erlendis samtals í um 1.280 daga. Það jafngildir því að hver og einn þingmaður hafi verið erlendis í rúma 20 daga á kjörtímabilinu. Fimmtíu þingmenn alls hafa farið í ferðir á vegum þingsins það sem af er kjörtímabilinu. Kostnaður við dagpeningagreiðslur þingmanna nemur um 28,5 milljónum króna. Formenn nefnda í flestar ferðirBirgir Ármannsson, fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar þingsins, hefur farið utan í 30 skipti á þessu kjörtímabili og verið á fundum erlendis í samtals 86 daga. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, kemur næstur með 29 ferðir og samtals 84 daga. Ögmundur Jónasson, sem einnig situr í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins hefur farið til útlanda 24 sinnum í samtals 70 daga. Ögmundur og Össur Skarphéðinsson eru einu stjórnarandstöðuþingmennirnir á topp tíu lista þeirra sem hafa verið lengst í útlöndum á þessu kjörtímabili. Mismunandi háar greiðslurÞingmenn fá greidda dagpeninga eftir reglum fjármálaráðuneytisins um dagpeninga opinberra starfsmanna. Mismunandi er eftir stöðum hversu háar dagpeningagreiðslurnar eru. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri þingsins, segir þingmenn venjulega fá greiddar hálfar dagpeningagreiðslur vegna ferða til útlanda og endurgreiddan kostnað vegna gistingar. Ef allar ferðir þingmanna utan eru greiddar á þá leið að þeir fái endurgreiddan kostnað vegna gistingar og hálfa dagpeninga ofan á það hafa verið lagðar út 28,5 milljónir króna í dagpeninga á þessu kjörtímabili til þingmanna. Þá er ferðakostnaður og gisting ótalin í þeirri upphæð. Í langflestum þessara ferða er einnig í för ritari þótt einnig séu dæmi um að enginn ritari fari með eða þá að þeir séu tveir talsins. Þessir starfsmenn þingsins fá einnig greidda dagpeninga eins og aðrir starfsmenn ríkisins. Frádráttur vanrækturSamkvæmt bréfi ferðakostnaðarnefndar frá því 2004 eiga styrkir og hvers konar hlunnindi varðandi gistingu og fæði, sem starfsmenn njóta meðan á dvöl stendur, að koma til frádráttar dagpeningagreiðslum. Ef þingmenn njóta þess í heimsóknum sínum að vera í fríu fæði meðan á dvöl stendur, eða fá boð í veislur, er skylt samkvæmt þessu að draga það frá greiðslum dagpeninga. Samkvæmt Helga hefur þessari reglu hins vegar ekki verið fylgt og því fá þingmenn fulla dagpeninga hvort sem þeir þurfa að greiða fyrir eigið uppihald eða ekki. Greiðslurnar líklega hærriUpplýsingar um dagpeningagreiðslur til handa þingmönnum á þessu kjörtímabili fengust ekki frá skrifstofu Alþingis. Fréttablaðið hefur því farið yfir allar fundargerðir á vef Alþingis frá fundum erlendis. Þar sem þingmenn fá einnig greidda dagpeninga á þeim degi sem flug þeirra og ferðalag stendur yfir bendir allt til þess að dagpeningagreiðslur þingmanna séu mun hærri en hér kemur fram og að fjöldi ferðadaga þingmanna sé vanáætlaður í þessari úttekt. þingmenn | Create infographics
Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira