Hólmfríður: Væri ekki með mikinn metnað ef ég vildi ekki byrja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 13:00 Hólmfríður leikur væntanlega sinn 99. landsleik í kvöld. vísir/getty Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30