Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 22. september 2015 21:22 Glódís átti frábæran leik í kvöld. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu. Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu.
Íslenski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira