Hönnun, handverk eða föndur? Halla Helgadóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Helgadóttir Tíska og hönnun Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Í tilefni af umræðu um hlut hönnunar í flugstöð Leifs Eiríkssonar er mikilvægt að skoða hvað felst í orðinu hönnun. Hönnun varðar allt frá smæstu merkingum og hlutum, yfir í flíkur, húsgögn, tæki, viðmót, upplifun, hús og skipulag og borgir. Hönnuðir úr ólíkum greinum hönnunar; arkitektar, vöru-, fata- og grafískir hönnuðir, nota mjög sömu aðferðafræði þó tækni og niðurstaða sé mjög ólík. Hönnun og handverk eru í eðli sínu mjög ólíkar greinar þó þær geti skarast og eigi stundum samleið. Hönnuð vara er yfirleitt fjöldaframleidd, hönnuð af sérmenntuðum hönnuðum. Margir hönnuðir stofna fyrirtæki, hanna vörur og láta framleiða þær fyrir sig, markaðssetja og selja. Handverkið sjálft er sjaldnast aðalatriði hönnunarvöru en gæði og stöðugleiki í framleiðslu eru aðalatriði. Sumir íslenskir hönnuðir framleiða vörur sínar sjálfir enda framleiðendur vandfundnir hér á landi. Hugmyndin er það sem skiptir mestu máli en ekki aðferðin við framleiðslu hennar. Aðrir hönnuðir hanna vörur og selja hugmyndir sínar til fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu, sölu og markaðssetningu eða ráðnir til að vinna sérverkefni. Í þeim tilfellum er varan stundum markaðssett undir nafni hönnuðar (sb. IKEA) en oftast undir nafni fyrirtækisins. Langflestir hönnuðir vinna hjá hönnunarfyrirtækjum svo sem arkitektastofum, hönnunarstofum, auglýsingastofum eða hjá fyrirtækjum sb. Össur, CCP, 66North o.s.frv. Listhandverk og handverk er unnið af list- eða iðnmenntuðu fólki sem hefur sérhæft sig í ákveðinni aðferð eða handverki. Handverk er eðli málsins samkvæmt aldrei fjöldaframleitt og framleiðslugetan takmarkast af afköstum hvers og eins. Aðferðin, efnið og handverkið er aðalatriði sem hefur afgerandi áhrif á hugmyndina sem unnið er með og útkomu hennar. Handverksfólk og hönnuðir vinna oft saman. Handverk getur fallið undir skilgreininguna hönnun en flest handverk gerir það ekki. Handverk hefur átt undir högg að sækja, en þykir nú verulega áhugavert svið sem ungt fólk sækir í. Föndur er það sem fólk gerir þegar það býr til eitthvað án þess að hafa sérstaka menntun eða sérhæfða kunnáttu. Margir föndra eða búa til hluti og nota uppskriftir eða fyrirmyndir úr í blöðum, af netinu eða annars staðar. Föndur er hvorki hönnun né listhandverk en nær einstaka sinnum að verða handverk. Fjölbreyttur hópur hönnuða og arkitekta hefur unnið að endurbreytingum flugstöðvarinnar og koma þeir að verkefninu með ólíkum hætti. Það þarf að hanna byggingar, viðbyggingar, umhverfi húsanna, breytingar innanhúss, skipuleggja og hanna leiðir gesta, upplifun þeirra og áferð. Hanna þarf veitingahús, verslanir, merkingar og útlit. Þar að auki þarf að gæta þess að íslenskar hönnunarvörur svo sem föt og hlutir eigi sinn sess og séu til sölu í flugstöðinni. Stórt og flókið verkefniBreytingar og endurhönnun flugstöðvarinnar er stórt og flókið verkefni sem þarf að leysa þannig að hún þjóni vel því fjölbreytta hlutverki sem hún gegnir. Það hefur skapað umræður og gagnrýni að í Leifsstöð virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir sérverslun sem selur hannaðar vörur, s.b. Illum Bolighus á Kastrup. Við þekkjum flest þá verslun og þekkjum muninn á henni og verslunum sem selja hefðbundnar vörur fyrir ferðamenn. Ég er sannfærð um að það var alls ekki vilji stjórnenda að úthýsa íslenskum hönnunarvörum úr Leifsstöð. En við skipulagningu stórra opinberra verkefna eins og endurskipulagningu flugstöðvarinnar þarf að gæta sérlega vel að því hvernig að útboðsgerð er staðið. Við erum ung sem hannandi þjóð en höfum sýnt þó nokkra hæfileika á því sviði jafnvel svo að eftir því er tekið víða um heim. Sameiginlega eru hönnuðir að vinna markvisst að því að auka gæði íslenskrar hönnunar og þar með auka veltu og útflutning á því sviði. Hönnunarvörur geta vel átt heima með vönduðu handverki, en sérverslun fyrir ferðamenn er ekki endilega heppilegur vettvangur, enda eru hefðbundnar vörur í þeim verslunum oft ódýrar sb. hinn margumtalaði lundabangsi. Annað umhverfi hentar mun betur eins og við hlið alþjóðlegrar hönnunarvöru í hærri verðflokki. Eða hefur einhver séð „Svan“ Arne Jakobsen, postulín frá Royal Copenhagen eða Apa Kay Bojesen til sölu innan um vörur fyrir ferðamenn í Danmörku: danska fánann, styttur af litlu hafmeyjunni eða varðmönnum drottningar?
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun