Aldrei viljað gefast upp Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:00 Margrét Lára í 100. landsleiknum. vísir/vilhelm „Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára. Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira
„Fyrir tveimur til þremur árum leit ekki út fyrir að ég myndi ná þessum áfanga,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, við Fréttablaðið um áfangann sem hún náði á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið, en þar spilaði hún sinn 100. landsleik. Með því varð þessi markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins frá upphafi sjötti leikmaðurinn inn í hundrað landsleikja klúbbinn á eftir Rúnari Kristinssyni, Katrínu Jónsdóttur, Þóru B. Helgadóttur, Eddu Garðarsdóttur og Dóru Maríu Lárusdóttur.Örið táknrænt Eins og Margrét kemur inn á benti ekki margt til þess að hún myndi ná því að spila svona marga leiki, en hún gekk í gegnum mikinn meiðslapakka eftir virkilega erfiða dvöl hjá þáverandi Þýskalandsmeisturum Potsdam. „Tímabilið 2012 var ofboðslega erfitt. Ég var gjörsamlega drepin hjá Potsdam. Álagið var rosalegt og ég fékk engan skilning vegna meiðslanna. Ég var látin æfa í gegnum allan sársauka og var á annarri löppinni í fjóra mánuði. Ég var gjörsamlega búin á því andlega og líkamlega þrátt fyrir að við ynnum deildina og kæmumst í undanúrslit Meistaradeildarinnar,“ segir Margrét sem fór svo í aðgerð um haustið. „Ég var í tíu mánuði að jafna mig á þeirri aðgerð. Ég gat ekki sest á klósettið eða setið í stól. Ég var með skurð frá rassi niður í hnésbót og það ör mun fylgja mér alla ævi. Það er í raun táknrænt fyrir mig þar sem ég var mjög nálægt því að hætta í fótbolta á þessum tímapunkti.“ Í staðinn fyrir að hætta komst Margrét í gegnum meiðslin, fór aftur í atvinnumennsku og var í byrjunarliði Íslands á fyrsta leik EM 2013 þar sem hún skoraði mikilvægt jöfnunarmark úr vítaspyrnu gegn Noregi í fyrsta leik. „Ég hef aldrei viljað gefast upp. Það er eitthvað sem segir mér að hætta ekki og þess vegna var leikurinn á þriðjudaginn ekki bara 100. landsleikurinn. Þetta var stórt fyrir mig því ég er komin til baka eftir erfiða tíma og orðin fyrirliði landsliðsins sem er eitthvað sem mig hefur dreymt um,“ segir Margrét Lára.Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð Margrét Lára er algjörlega í skýjunum með hvernig tókst til á þriðjudaginn, en ríflega 3.000 manns mættu á leikinn og sáu stelpurnar spila flottan fótbolta. Þær þurftu að hafa sig allar við að brjóta á bak aftur sterka vörn Hvít-Rússa. „Þetta var æðislegt; umgjörðin og umfjöllunin. Þegar allir leggjast svona á eitt getum við allt sem þjóð. Við spiluðum góðan fótbolta og sýndum þróun í okkar leik. Umfjöllunin í aðdraganda leiksins og í kringum hann var líka góð. Leikmenn þurfa að koma vel fram í viðtölum og fjölmiðlarnir að hjálpa okkur,“ segir Margrét Lára og bætir við: „Strákarnir hafa sýnt að þetta er vel hægt og gert það fyrir fullu húsi. Svo erum við með handboltalandslið og körfuboltalandslið á stórmótum. Það er allt hægt þegar við tökum höndum saman. Það er svo mikill kraftur í okkur, stolt og rembingur. Ekkert fær okkur stöðvað sem þjóð þegar við stöndum saman,“ segir Margrét Lára.
Íslenski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Fleiri fréttir Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Sjá meira