Fótbolti

Stelpurnar niður um eitt sæti þrátt fyrir tvo sigra

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stelpurnar fagna marki gegn Hvíta-Rússlandi.
Stelpurnar fagna marki gegn Hvíta-Rússlandi. vísir/valli
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta eru í 19. sæti á nýjum heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun.

Þrátt fyrir tvo sigra á innan við viku; gegn Slóvakíu í vináttuleik og Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017, falla stelpurnar niður um eitt sæti frá síðasta lista sem birtur var eftir HM í Kanada.

Ísland er tíunda besta liðið í Evrópu samkvæmt listanum, er þar á eftir Spáni en einu sæti á undan Skotlandi sem er með Íslandi í riðli í undankeppni EM.

Heimsmeistarar Bandaríkjanna eru í efsta sæti listans, en efstu fimm sætin eru óbreytt. Á eftir Bandaríkjunum koma Evrópumeistarar Þýskalands, Frakkland, Japan og England.

Topp tíu:

1. Bandaríkin

2. Þýskaland

3. Frakkland

4. Japan

5. England

6. Norður-Kórea

7. Brasilía

8. Svíþjóð

9. Ástralía

10. Noregur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×