Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2015 17:19 Heimir fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum. vísir/þórdís Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39
Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01