Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fjölnir 2-1 | Biðin eftir þeim sjöunda á enda Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2015 17:45 vísir/þórdís FH er Íslandsmeistari árið 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli í dag. Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu FH en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. Sigurganga FH-inga á undangengnum árum er einstök en liðið hefur ekki lent neðar en í 2. sæti síðan 2003. FH-ingar, sem flestir ef ekki allir spáðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót, lentu í krísu um mitt sumar þegar þeir duttu út úr bikarkeppninni, Evrópudeildinni og töpuðu svo 1-3 fyrir KR á heimavelli í 12. umferð. Með sigrinum náðu KR-ingar tveggja stiga forskoti á FH. En þá fóru FH-ingar í gang og spiluðu betur með hverjum leiknum. Þeir unnu sjö leiki í röð og komust í dauðafæri til að vinna titilinn. Hafnfirðingar klúðruðu því gegn helstu keppinautunum í Breiðabliki í síðustu umferð en þeir létu tækifærið í dag sér ekki úr greipum ganga. Þeir þurftu þó að hafa fyrir því að innbyrða sigur gegn sterku Fjölnisliði. Staðan í hálfleik var markalaus en á 51. mínútu kom Atli Guðnason FH yfir með sínu áttunda deildarmarki í sumar. Fjölnismenn voru ekki hættir og á 69. mínútu jafnaði Kennie Chopart, einn besti leikmaður seinni umferðar Íslandsmótsins, metin með sínu sjötta marki í síðustu níu leikjum. Markið kveikti aftur á heimamönnum og þeir fóru að herja á vörn Fjölnis á nýjan leik. Pétur Viðarsson, sem færði Fjölnismönnum markið á silfurfati, átti skot á 78. mínútu sem var bjargað á línu og mínútu síðar skoraði Emil Pálsson markið dýrmæta sem tryggði FH sigurinn þegar hann stýrði skoti Jonathans Hendrickx í netið af stuttu færi. Emil var þarna að skora gegn sínum gömlu félögum en hann lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta tímabilsins. Emil spilaði vel fyrir Grafarvogsliðið en enn betur fyrir FH og kórónaði sitt besta tímabil á ferlinum með því að skora sigurmarkið í dag.Atli Guðnason skoraði fyrra mark FH.vísir/þórdísFH var meira með boltann í fyrri hálfleik eins og við mátti búast. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á 6. mínútu þurfti Ólafur Páll Snorrason að bjarga á línu gegn sínum gömlu félögum eftir skot Atla Guðnasonar í kjölfar hornspyrnu Jérémys Serwy. FH-ingar áttu fleiri hættulegar sóknir en varnarleikur gestanna úr Grafarvoginum var sterkur. Bergsveinn Ólafsson og Jonathan Neftalí höfðu vökult auga með Steven Lennon fyrir framan þá voru Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Hans Viktor Guðmundsson duglegir. Fjölnismenn stóðust þessa miklu pressu FH-inga í upphafi og komust alltaf betur og betur inn í leikinn og náðu upp meira spili. Þeir sköpuðu sér þó engin teljandi færi. Aron Sigurðarson átti ágætis skot eftir góða sókn sem Róbert Örn Óskarsson varði en annað var það ekki. FH-ingar minntu aftur á sig á 33. mínútu þegar Bergsveinn bjargaði skoti Lennons á línu eftir aukaspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar sem fór í varnarmann. Tíu mínútum síðar komst Emil í gott skotfæri en Neftalí henti sér fyrir skot hans. Staðan var markalaus í hálfleik en FH á mann í sínum röðum sem heitir Atli Guðnason og hann kom Hafnfirðingum yfir á 51. mínútu með lúmsku skoti undir Steinar Örn Gunnarsson í marki Fjölnis. FH-ingar voru sterkari aðilinn næstu mínúturnar og stjórnuðu miðjunni með Davíð Þór Viðarsson sem besta mann. Hann braut niður sóknir Fjölnis og byrjaði sóknir FH. Það er það sem Davíð gerir best og það sem hefur gert hann að þeim frábæra leikmanni sem hann er. Fjölnismenn jöfnuðu metin nánast upp úr þurru á 69. mínútu. Guðmundur Böðvar átti þá sendingu inn á teiginn, Pétur skallaði frá en beint á Chopart sem stýrði boltanum af öryggi í netið. Vel gert hjá Danunum sem hefur reynst Fjölni þvílíkur happafengur síðan hann kom til liðsins um mitt mót. Í stað þess að liggja eftir sem rotaðir risu FH-ingar á fætur og hófu aftur að sækja á gestina. Og eins og svo oft áður í sumar endaði pressa FH með marki. Fjölnismenn höfðu 11 mínútur til að jafna en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þórir Guðjónsson fékk besta færi þeirra en skaut beint á Róbert sem átti fremur náðugan dag í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og fögnuður FH-inga í leikslok var ósvikinn.Heimir: Það býr mikill karakter í FH-liðinu Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann.Emil: Var ekki alveg viss hvert hlutverk mitt yrði Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. Emil skoraði sigurmark FH þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum en það var hans sjötta mark í deildinni í sumar. "Það var mjög sætt að ná að klára þetta í kvöld á okkur heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn, þetta gat ekki verið betra," sagði Emil sem lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta sumars. Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að skora gegn sínum gömlu félögum. "Já, það eru smá blendnar tilfinningar. En ég er meiri FH-ingur en Fjölnismaður og FH-hjartað slær sterkar," sagði Emil sem kom frábærlega inn í lið FH um mitt mót. Hann var þó ekki viss hvaða hlutverk biði hans þegar hann sneri aftur í Krikann. "Þetta hefði ekki getað verið betra. Ég vissi ekki alveg hvert hlutverk mitt yrði, hvort ég yrði inn og út úr liðinu, en síðan stimplaði ég mig vel inn og spilaði stórt hlutverk. Þannig að ég er gríðarlega sáttur." Emil segir að dvölin hjá Fjölni hafi gert honum gott. "Hún er eiginlega ástæðan fyrir því hversu vel ég spilaði í sumar. Ég fékk mikið sjálfstraust þar og það er eiginlega lykilinn að því hvernig ég spilaði á tímabilinu," sagði Emil að lokum.Davíð Þór: Erum ótrúlega ánægðir með tímabilið "Ég var næstum því búinn að gleyma því hvernig það er að lyfta bikurum. Nei, nei það er frábær tilfinning að ná að klára þetta og við erum ótrúlega ánægðir með tímabilið," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skömmu eftir að hann lyfti Íslandsbikarnum, þeim sjöunda í sögu félagsins. Davíð sagði leikinn gegn Fjölni í dag hafa verið erfiðan. "Já, mér fannst við samt vera sterkari aðilinn alveg þangað til við komumst í 2-1. Þá féllum við ósjálfrátt dálítið langt til baka en náðum að klára þetta," sagði Davíð sem sagði drauga fortíðar ekki hafa þvælst fyrir FH-ingum í dag en þeir töpuðu titlinum á heimavelli í fyrra gegn Stjörnunni eins og frægt er orðið. "Eina sem var í höfðinu á mér var að klára þetta hérna í dag. Vonbrigðin frá því í fyrra hjálpuðu kannski frekar en hitt og það var virkilega sterkt að ná að klára þetta," sagði Davíð sem er búinn að vera lengi að þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur. Hann segir að titlarnir haldi honum gangandi. "Þetta verður ekki þreytt meðan maður er að vinna titlana, það er þreytt ef maður nær ekki að klára tímabilin með titli. Þetta var erfitt að tapa þessu á síðustu stundu í fyrra og þetta var erfitt 2013. "En það er ekkert skemmtilegra en að vinna titla," sagði Davíð sem er nokkuð sáttur með eigin frammistöðu á tímabilinu. "Já, ég er nokkuð sáttur með þetta. Ég er búinn að spila alla leikina nema einn, þegar ég var í banni, og fannst ég nokkuð stöðugur," sagði fyrirliðinn alsæll að lokum.Bjarni Þór: Var hálfmeðvitundarlaus þegar þeir jöfnuðu Bjarni Þór Viðarsson var að vonum sæll og ánægður eftir sigur FH á Fjölni í dag þrátt fyrir að vera með brotið nef. "Ég sé ekki eftir því núna og hef s.s. aldrei gert það," sagði Bjarni rétt áður en bróðir hans, Davíð Þór, lyfti Íslandsbikarnum. Bjarni sneri aftur í herbúðir FH í vetur eftir nokkur erfið ár í atvinnumennsku og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. "Það var alltaf stefnan að vinna titilinn og við fórum ekkert leynt með það og það var pressa á okkur. En ég sé ekki eftir því að hafa komið heim." Fjölnismenn létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum í dag en þeir jöfnuðu metin á 69. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Emil Pálsson svo sigurmark FH. "Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Bjarni sem var utan vallar þegar Fjölnir jafnaði. "Það var hrikalega erfitt að spila í fyrri hálfleik þegar vindurinn blés svona rosalega en við náðum betri stjórn á leiknum í seinni hálfleik og þetta gekk betur þá. "Ég var hálfmeðvitundarlaus og nefbrotinn þegar þeir jöfnuðu þannig ég veit ekki alveg hvað gerðist," sagði Bjarni sem er ánægður með tímabilið. "Já, ég er mjög sáttur. Ég byrjaði rosalega vel en tók svo smá dýfu. En ég reif mig aftur upp eins og allt liðið og það var frábært," sagði Bjarni að lokum.Ólafur Páll:Vonandi kemst Fjölnir á þann stað sem FH er á "Nei, nei ég er bara ánægður fyrir þeirra hönd," sagði Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, aðspurður hvernig það væri að horfa á FH-inga, hans gömlu félaga, lyfta Íslandsbikarnum. "Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa tapað leiknum en þeir þurftu að vinna til að ná í bikarinn og ég óska þeim bara til hamningju," bætti Ólafur Páll við en hann lék lengi með FH, fyrst frá 2005 til 2007 og svo frá 2009 til 2014, og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með liðinu. "Við spiluðum ágætlega og gerðum þetta að góðum leik. Þeir þurftu að hafa virkilega mikið fyrir því að ná í þennan titil. Við vorum kannski klaufar í seinna markinu en þeir eru besta liðið á landinu í dag og verðskulda þetta," sagði Ólafur Páll um frammistöðu Fjölnis í leiknum. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á Evrópusæti en þrátt fyrir það er árangurinn í sumar góður en liðið er þegar búið að ná sínum besta árangri í efstu deild frá upphafi (33 stig). "Við erum búnir að því, allavega stigalega séð, en við getum ennþá dottið niður í 6. sæti ef við fáum ekki stig gegn Breiðabliki í næstu umferð. En sumarið hefur verið fínt, við klúðruðum Evrópusætinu ekki hérna. Við áttum fullt af tækifærum til að ná í fleiri stig en gerðum það ekki," sagði Ólafur Páll sem segir framtíðina bjarta í Grafarvoginum. "Fjölnir er mjög stórt félag og á mikið af efnilegum leikmönnum. Við þurfum að halda rétt á spöðunum til að taka næsta skref. Við tökum eitt skref í einu og vonandi verður Fjölnir einhvern tímann í framtíðinni á þeim stað sem FH er á í dag," sagði Ólafur Páll að endingu.Fjölnir á ekki lengur möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/þórdísEmil skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.vísir/þórdísDavíð Þór tekur boltann af Mark Charles Magee, framherja Fjölnis.vísir/þórdísHeimir fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum eftir að lokaflautið gall.vísir/þórdísFH-ingar fögnuðu sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli í dag.vísir/þórdís Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
FH er Íslandsmeistari árið 2015 eftir 2-1 sigur á Fjölni á heimavelli í dag. Þetta er sjöundi Íslandsmeistaratitilinn í sögu FH en þeir hafa allir unnist á síðustu 12 árum. Sigurganga FH-inga á undangengnum árum er einstök en liðið hefur ekki lent neðar en í 2. sæti síðan 2003. FH-ingar, sem flestir ef ekki allir spáðu Íslandsmeistaratitlinum fyrir mót, lentu í krísu um mitt sumar þegar þeir duttu út úr bikarkeppninni, Evrópudeildinni og töpuðu svo 1-3 fyrir KR á heimavelli í 12. umferð. Með sigrinum náðu KR-ingar tveggja stiga forskoti á FH. En þá fóru FH-ingar í gang og spiluðu betur með hverjum leiknum. Þeir unnu sjö leiki í röð og komust í dauðafæri til að vinna titilinn. Hafnfirðingar klúðruðu því gegn helstu keppinautunum í Breiðabliki í síðustu umferð en þeir létu tækifærið í dag sér ekki úr greipum ganga. Þeir þurftu þó að hafa fyrir því að innbyrða sigur gegn sterku Fjölnisliði. Staðan í hálfleik var markalaus en á 51. mínútu kom Atli Guðnason FH yfir með sínu áttunda deildarmarki í sumar. Fjölnismenn voru ekki hættir og á 69. mínútu jafnaði Kennie Chopart, einn besti leikmaður seinni umferðar Íslandsmótsins, metin með sínu sjötta marki í síðustu níu leikjum. Markið kveikti aftur á heimamönnum og þeir fóru að herja á vörn Fjölnis á nýjan leik. Pétur Viðarsson, sem færði Fjölnismönnum markið á silfurfati, átti skot á 78. mínútu sem var bjargað á línu og mínútu síðar skoraði Emil Pálsson markið dýrmæta sem tryggði FH sigurinn þegar hann stýrði skoti Jonathans Hendrickx í netið af stuttu færi. Emil var þarna að skora gegn sínum gömlu félögum en hann lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta tímabilsins. Emil spilaði vel fyrir Grafarvogsliðið en enn betur fyrir FH og kórónaði sitt besta tímabil á ferlinum með því að skora sigurmarkið í dag.Atli Guðnason skoraði fyrra mark FH.vísir/þórdísFH var meira með boltann í fyrri hálfleik eins og við mátti búast. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á 6. mínútu þurfti Ólafur Páll Snorrason að bjarga á línu gegn sínum gömlu félögum eftir skot Atla Guðnasonar í kjölfar hornspyrnu Jérémys Serwy. FH-ingar áttu fleiri hættulegar sóknir en varnarleikur gestanna úr Grafarvoginum var sterkur. Bergsveinn Ólafsson og Jonathan Neftalí höfðu vökult auga með Steven Lennon fyrir framan þá voru Guðmundur Böðvar Guðjónsson og Hans Viktor Guðmundsson duglegir. Fjölnismenn stóðust þessa miklu pressu FH-inga í upphafi og komust alltaf betur og betur inn í leikinn og náðu upp meira spili. Þeir sköpuðu sér þó engin teljandi færi. Aron Sigurðarson átti ágætis skot eftir góða sókn sem Róbert Örn Óskarsson varði en annað var það ekki. FH-ingar minntu aftur á sig á 33. mínútu þegar Bergsveinn bjargaði skoti Lennons á línu eftir aukaspyrnu Davíðs Þórs Viðarssonar sem fór í varnarmann. Tíu mínútum síðar komst Emil í gott skotfæri en Neftalí henti sér fyrir skot hans. Staðan var markalaus í hálfleik en FH á mann í sínum röðum sem heitir Atli Guðnason og hann kom Hafnfirðingum yfir á 51. mínútu með lúmsku skoti undir Steinar Örn Gunnarsson í marki Fjölnis. FH-ingar voru sterkari aðilinn næstu mínúturnar og stjórnuðu miðjunni með Davíð Þór Viðarsson sem besta mann. Hann braut niður sóknir Fjölnis og byrjaði sóknir FH. Það er það sem Davíð gerir best og það sem hefur gert hann að þeim frábæra leikmanni sem hann er. Fjölnismenn jöfnuðu metin nánast upp úr þurru á 69. mínútu. Guðmundur Böðvar átti þá sendingu inn á teiginn, Pétur skallaði frá en beint á Chopart sem stýrði boltanum af öryggi í netið. Vel gert hjá Danunum sem hefur reynst Fjölni þvílíkur happafengur síðan hann kom til liðsins um mitt mót. Í stað þess að liggja eftir sem rotaðir risu FH-ingar á fætur og hófu aftur að sækja á gestina. Og eins og svo oft áður í sumar endaði pressa FH með marki. Fjölnismenn höfðu 11 mínútur til að jafna en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þórir Guðjónsson fékk besta færi þeirra en skaut beint á Róbert sem átti fremur náðugan dag í markinu. Fleiri urðu mörkin ekki og fögnuður FH-inga í leikslok var ósvikinn.Heimir: Það býr mikill karakter í FH-liðinu Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann.Emil: Var ekki alveg viss hvert hlutverk mitt yrði Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. Emil skoraði sigurmark FH þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum en það var hans sjötta mark í deildinni í sumar. "Það var mjög sætt að ná að klára þetta í kvöld á okkur heimavelli fyrir framan okkar stuðningsmenn, þetta gat ekki verið betra," sagði Emil sem lék sem lánsmaður með Fjölni fyrri hluta sumars. Hann viðurkennir að það hafi verið sérstakt að skora gegn sínum gömlu félögum. "Já, það eru smá blendnar tilfinningar. En ég er meiri FH-ingur en Fjölnismaður og FH-hjartað slær sterkar," sagði Emil sem kom frábærlega inn í lið FH um mitt mót. Hann var þó ekki viss hvaða hlutverk biði hans þegar hann sneri aftur í Krikann. "Þetta hefði ekki getað verið betra. Ég vissi ekki alveg hvert hlutverk mitt yrði, hvort ég yrði inn og út úr liðinu, en síðan stimplaði ég mig vel inn og spilaði stórt hlutverk. Þannig að ég er gríðarlega sáttur." Emil segir að dvölin hjá Fjölni hafi gert honum gott. "Hún er eiginlega ástæðan fyrir því hversu vel ég spilaði í sumar. Ég fékk mikið sjálfstraust þar og það er eiginlega lykilinn að því hvernig ég spilaði á tímabilinu," sagði Emil að lokum.Davíð Þór: Erum ótrúlega ánægðir með tímabilið "Ég var næstum því búinn að gleyma því hvernig það er að lyfta bikurum. Nei, nei það er frábær tilfinning að ná að klára þetta og við erum ótrúlega ánægðir með tímabilið," sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skömmu eftir að hann lyfti Íslandsbikarnum, þeim sjöunda í sögu félagsins. Davíð sagði leikinn gegn Fjölni í dag hafa verið erfiðan. "Já, mér fannst við samt vera sterkari aðilinn alveg þangað til við komumst í 2-1. Þá féllum við ósjálfrátt dálítið langt til baka en náðum að klára þetta," sagði Davíð sem sagði drauga fortíðar ekki hafa þvælst fyrir FH-ingum í dag en þeir töpuðu titlinum á heimavelli í fyrra gegn Stjörnunni eins og frægt er orðið. "Eina sem var í höfðinu á mér var að klára þetta hérna í dag. Vonbrigðin frá því í fyrra hjálpuðu kannski frekar en hitt og það var virkilega sterkt að ná að klára þetta," sagði Davíð sem er búinn að vera lengi að þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur. Hann segir að titlarnir haldi honum gangandi. "Þetta verður ekki þreytt meðan maður er að vinna titlana, það er þreytt ef maður nær ekki að klára tímabilin með titli. Þetta var erfitt að tapa þessu á síðustu stundu í fyrra og þetta var erfitt 2013. "En það er ekkert skemmtilegra en að vinna titla," sagði Davíð sem er nokkuð sáttur með eigin frammistöðu á tímabilinu. "Já, ég er nokkuð sáttur með þetta. Ég er búinn að spila alla leikina nema einn, þegar ég var í banni, og fannst ég nokkuð stöðugur," sagði fyrirliðinn alsæll að lokum.Bjarni Þór: Var hálfmeðvitundarlaus þegar þeir jöfnuðu Bjarni Þór Viðarsson var að vonum sæll og ánægður eftir sigur FH á Fjölni í dag þrátt fyrir að vera með brotið nef. "Ég sé ekki eftir því núna og hef s.s. aldrei gert það," sagði Bjarni rétt áður en bróðir hans, Davíð Þór, lyfti Íslandsbikarnum. Bjarni sneri aftur í herbúðir FH í vetur eftir nokkur erfið ár í atvinnumennsku og segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. "Það var alltaf stefnan að vinna titilinn og við fórum ekkert leynt með það og það var pressa á okkur. En ég sé ekki eftir því að hafa komið heim." Fjölnismenn létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum í dag en þeir jöfnuðu metin á 69. mínútu. Tíu mínútum síðar skoraði Emil Pálsson svo sigurmark FH. "Þetta var rosalega erfiður leikur," sagði Bjarni sem var utan vallar þegar Fjölnir jafnaði. "Það var hrikalega erfitt að spila í fyrri hálfleik þegar vindurinn blés svona rosalega en við náðum betri stjórn á leiknum í seinni hálfleik og þetta gekk betur þá. "Ég var hálfmeðvitundarlaus og nefbrotinn þegar þeir jöfnuðu þannig ég veit ekki alveg hvað gerðist," sagði Bjarni sem er ánægður með tímabilið. "Já, ég er mjög sáttur. Ég byrjaði rosalega vel en tók svo smá dýfu. En ég reif mig aftur upp eins og allt liðið og það var frábært," sagði Bjarni að lokum.Ólafur Páll:Vonandi kemst Fjölnir á þann stað sem FH er á "Nei, nei ég er bara ánægður fyrir þeirra hönd," sagði Ólafur Páll Snorrason, spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis, aðspurður hvernig það væri að horfa á FH-inga, hans gömlu félaga, lyfta Íslandsbikarnum. "Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa tapað leiknum en þeir þurftu að vinna til að ná í bikarinn og ég óska þeim bara til hamningju," bætti Ólafur Páll við en hann lék lengi með FH, fyrst frá 2005 til 2007 og svo frá 2009 til 2014, og varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með liðinu. "Við spiluðum ágætlega og gerðum þetta að góðum leik. Þeir þurftu að hafa virkilega mikið fyrir því að ná í þennan titil. Við vorum kannski klaufar í seinna markinu en þeir eru besta liðið á landinu í dag og verðskulda þetta," sagði Ólafur Páll um frammistöðu Fjölnis í leiknum. Fjölnismenn eiga ekki lengur möguleika á Evrópusæti en þrátt fyrir það er árangurinn í sumar góður en liðið er þegar búið að ná sínum besta árangri í efstu deild frá upphafi (33 stig). "Við erum búnir að því, allavega stigalega séð, en við getum ennþá dottið niður í 6. sæti ef við fáum ekki stig gegn Breiðabliki í næstu umferð. En sumarið hefur verið fínt, við klúðruðum Evrópusætinu ekki hérna. Við áttum fullt af tækifærum til að ná í fleiri stig en gerðum það ekki," sagði Ólafur Páll sem segir framtíðina bjarta í Grafarvoginum. "Fjölnir er mjög stórt félag og á mikið af efnilegum leikmönnum. Við þurfum að halda rétt á spöðunum til að taka næsta skref. Við tökum eitt skref í einu og vonandi verður Fjölnir einhvern tímann í framtíðinni á þeim stað sem FH er á í dag," sagði Ólafur Páll að endingu.Fjölnir á ekki lengur möguleika á að ná Evrópusæti.vísir/þórdísEmil skoraði sigurmarkið gegn sínum gömlu félögum.vísir/þórdísDavíð Þór tekur boltann af Mark Charles Magee, framherja Fjölnis.vísir/þórdísHeimir fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum eftir að lokaflautið gall.vísir/þórdísFH-ingar fögnuðu sínum sjöunda Íslandsmeistaratitli í dag.vísir/þórdís
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira