Svona var stemmningin hjá FH-ingum í gær | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2015 12:16 FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. Gleðin var mikil í Hafnarfirðinum og hvergi meir en á heimili Jóns Rúnars Halldórssonar, formanns knattspyrnudeildar FH. Pepsi-mörkin voru með beina útsendingu frá heimili Jóns Rúnars í þætti gærkvöldsins þar sem Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við sigurreifa FH-inga. „Það sést á mér að mér líður ágætlega,“ sagði Jón Rúnar á meðan sonur hans, Jón Ragnar, stjórnaði fjöldasöng á laginu Thank You með Diktu. Á píanóinu var svo enginn annar en söngvari Diktu og læknir FH-liðsins, Haukur Heiðar Hauksson. Jón Rúnar er ekki sá rólegasti á meðan á leikjum FH stendur og hann viðurkennir að það hafi farið um sig þegar Fjölnir jafnaði í gær. „Ég vil ekki segja það í sjónvarpi,“ sagði Jón Rúnar aðspurður hvað hefði farið í gegnum huga hans þegar Fjölnismaðurinn Kennie Chopart stýrði boltanum í netið á 69. mínútu. Jón Rúnar segir að Heimir Guðjónsson verði áfram við stjórnvölinn hjá FH-liðinu. „Heimir verður áfram,“ sagði Jón Rúnar en Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla sjö Íslandsmeistaratitlana sem FH hefur unnið, tvo sem leikmaður, einn sem aðstoðarþjálfari og fjóra sem aðalþjálfari.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
FH-ingar tryggðu sér sem kunnugt er sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í gær. Gleðin var mikil í Hafnarfirðinum og hvergi meir en á heimili Jóns Rúnars Halldórssonar, formanns knattspyrnudeildar FH. Pepsi-mörkin voru með beina útsendingu frá heimili Jóns Rúnars í þætti gærkvöldsins þar sem Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við sigurreifa FH-inga. „Það sést á mér að mér líður ágætlega,“ sagði Jón Rúnar á meðan sonur hans, Jón Ragnar, stjórnaði fjöldasöng á laginu Thank You með Diktu. Á píanóinu var svo enginn annar en söngvari Diktu og læknir FH-liðsins, Haukur Heiðar Hauksson. Jón Rúnar er ekki sá rólegasti á meðan á leikjum FH stendur og hann viðurkennir að það hafi farið um sig þegar Fjölnir jafnaði í gær. „Ég vil ekki segja það í sjónvarpi,“ sagði Jón Rúnar aðspurður hvað hefði farið í gegnum huga hans þegar Fjölnismaðurinn Kennie Chopart stýrði boltanum í netið á 69. mínútu. Jón Rúnar segir að Heimir Guðjónsson verði áfram við stjórnvölinn hjá FH-liðinu. „Heimir verður áfram,“ sagði Jón Rúnar en Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla sjö Íslandsmeistaratitlana sem FH hefur unnið, tvo sem leikmaður, einn sem aðstoðarþjálfari og fjóra sem aðalþjálfari.Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira