Börn á flótta – Hvað gerum við? Erna Reynisdóttir og Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Myndir af líkum barna og fullorðinna sem drukkna á flótta yfir Miðjarðarhafið hafa birst reglulega í fjölmiðlum upp á síðkastið. Við sjáum að aðstæður þeirra flóttamanna sem komast til Evrópu eru skelfilegar. Skortur er á vatni, húsaskjóli og mat – og við slíkar aðstæður eru börn viðkvæmust. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa miklar áhyggjur af þeim fjölda flóttabarna sem hafa flúið til Evrópu á síðustu mánuðum í von um betra líf, ekki síst þeim sem eru án fjölskyldna sinna. Yfir tvær milljónir sýrlenskra barna hafa flúið heimaland sitt og eru ýmist í flóttamannabúðum eða á ferðlagi frá Sýrlandi. Um 2.000 fylgdarlaus flóttabörn hafa komið til Ítalíu og hátt í 150.000 sýrlensk börn hafa fæðst utan landsins frá því að átökin hófust fyrir fjórum og hálfu ári síðan.Innan landamæra Sýrlands Milljónir barna sem enn búa innan landamæra Sýrlands eiga á hættu að verða fyrir sprengjuárásum, ofbeldi, að missa foreldra sína eða tapa eigin lífi - eins og 10.000 börn hafa þegar gert. Örvinglaðir foreldrar hafa engan annan kost en að flýja heimaland sitt þar sem hungur, rjúkandi rústir og brostnir innviðir minna á að dapurleg framtíð blasir við þeim sem eftir sitja. Um tvær milljónir barna hafa flúið land en innan Sýrlands eru 3,5 milljónir barna á flótta. Um þrjár milljónir sýrlenskra barna njóta ekki réttar síns til menntunar og það hefur áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Barnaheill – Save the Children hafa dreift mat, drykkjarvatni, lyfjum og skjóli til barna og fjölskyldna þeirra. Samstarfsaðilar okkar hætta lífi sínu til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til torfarinna svæða í Sýrlandi. Sem frjáls félagasamtök njótum við góðs af hlutleysi í stjórnmálum og það eflir mannúðarstarf okkar á þessu svæði.Í flóttamannabúðum Barnaheill – Save the Children vinna í Jórdaníu, Líbanon, Írak, Egyptalandi og Tyrklandi að því að dreifa matarmiðum, matarpökkum og brauði til að hjálpa börnum að fá nægilega næringu. Til að vernda flóttabörn frá kuldanum er teppum dreift til fjölskyldna. Gefin hafa verið segl til að skýla þeim sem búa í tjöldum eða skemmdum byggingum og útbúin eru örugg svæði þar sem börn geta leikið og lært.Á flótta Í skjóli nætur koma rúmlega 1.000 flóttamenn til Grikklands á hverjum sólarhring. Á þessu ári er heildartala sýrlenskra flóttamanna til landsins komin í 130.000 manns og stefnir í að ná 200.000 fyrir áramót. Auk þess streyma þúsundir til landa Evrópusambandsins í von um betra líf. Til að styðja flóttabörn og fjölskyldur þeirra í Grikklandi er unnið að því að tryggja að börn séu líkamlega örugg, fái nægilegan mat og sálrænan stuðning. Bleyjum, hreinlætisvörum og fæðu er dreift til barna og fjölskyldna þeirra. Um þessar mundir er unnið að átaki við að koma upp skjóli og tryggja matargjafir áður en veturinn skellur á, en áhersla er á vernd barna. Á Ítalíu er unnið á móttökustöðvum við að mæta þörfum barna og stuðla að bæði líkamlegu og andlegu heilbrigði. Þetta er gert í formi matar, lyfja, fata, hreinlætisaðstöðu og lögfræðiaðstoðar til fjölskyldna.Ákall til þjóðarinnar Vandinn er risavaxinn og meiri en svo að einstaka ríki geti borið ábyrgð á þeim gífurlega fjölda fólks sem flæðir til Evrópu. Okkur ber öllum siðferðisleg skylda til að leggja fram hjálparhönd til þeirra sem flýja stríðsátök og að tryggja að þær milljónir barna sem búa innan Sýrlands séu verndaðar gegn ofbeldinu. Barnaheill – Save the Children hafa gefið út neyðarkall til allra Evrópulanda og skorað hefur verið á íslensk stjórnvöld að bregðast við ástandinu tafarlaust. Stórauka þarf fjármagn til neyðaraðstoðar og taka á móti fleiri flóttamönnum til landsins, ekki síst börnum og fjölskyldum þeirra, sem og fylgdarlausum börnum. Gæta þarf sérstaklega að því varðandi börn sem eru fylgdarlaus að fullreynt hafi verið að finna fjölskyldur þeirra. Barnaheill hvetja fyrirtæki til að styðja starf hjálparsamtaka og höfða til samfélagslegrar ábyrgðar þeirra, sérstaklega fyrirtækja sem geta greitt arð. Einnig hvetjum við hinn almenna borgara til að styðja starfið og bjarga þannig lífi flóttafólks. Hægt er að styðja mannúðarstarf Barnaheilla – Save the Children með því að hringja í söfnunarsímann 904 1900 fyrir 1.000 króna stuðning, eða með því að leggja inn upphæð að eigin vali á reikning 336-26-58, kt. 521089-1059.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar